Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum í lífi barna. Atvinnulífið, hagkerfið og tekjuþörfin toga foreldrana í eina átt á meðan börnin hafa aðrar og ólíkar þarfir sem toga í gagnstæða átt. Leikskólarnir eru undirmannaðir og húsnæðismálin eru víða í ólagi. 

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum í lífi barna. Atvinnulífið, hagkerfið og tekjuþörfin toga foreldrana í eina átt á meðan börnin hafa aðrar og ólíkar þarfir sem toga í gagnstæða átt. Leikskólarnir eru undirmannaðir og húsnæðismálin eru víða í ólagi. 

Rannsóknir sýna að tengslamyndun og atlæti fyrstu árin mynda taugabrautir í heila barna sem leggja grunn að tilfinningalífi og heilsu okkar það sem eftir lifir ævinnar. Því er mjög mikilvægt að samfélagið styðji sómasamlega við foreldra svo að þau geti hlúð vel að börnum sínum fyrstu árin, að börnin upplifi öryggi og þörfum þeirra sé mætt. 

Til að fræðast og skyggnast betur inn í þennan mikilvæga málaflokk fengum við hjá Pírötum í Reykjavík til okkar félagið Fyrstu fimm, Lilju Sif sálfræðing hjá Heilshugar, og Rannveigu Ernudóttur, varaborgarfulltrúa Pírata, til að halda erindi þann 11. mars síðastliðinn. Að loknum erindum var tekið á móti spurningum og spjallað um málefnið. 

Dagskráin var þessi:

Ákall um barn- og fjölskylduvænna samfélag

Fyrstu fimm er félag foreldra og fagaðila sem leggur áherslu á mikilvægi fyrstu fimm áranna í lífi barna. Stefna félagsins er að Ísland verði barn- og fjölskylduvænt til jafns við önnur Evrópulönd, að uppeldisskilyrði barna verði bætt og stuðla að því að íslensk börn eigi sömu möguleika á að hámarka eiginleika sína og börn í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. 

Glærur

Lengi býr að fyrstu gerð

Lilja Sif er sálfræðingur sem aðhyllist heildræna nálgun á manneskjuna. Hún sérhæfir sig í endurhæfingu eftir áföll, heilsubrest og fíknivanda. Fyrstu ár einstaklingsins eru lykilþáttur í því að byggja sterkan grunn að góðu lífi en að sama skapi getur ótraust byrjun lífs ýtt undir mörg vandamál síðar meir. Lilja fræðir okkur um mikilvægi fyrstu áranna þegar kemur að þróun fíknivanda með skaðaminnkunargleraugunum: ACE (adverse childhood experiences), þroska barnsheilans og tengingar þeirra við lífsgæði hjá fullorðnu fólki.

Glærur

Borgarvinkillinn

Stefna Pírata í Reykjavík fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar var sú að fjölbreyttar leiðir þurfi til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Píratar í Reykjavík vildu að áfram yrðu í boði ungbarnaleikskólar en einnig að svokallaðar tengslagreiðslur (heimgreiðslur) yrðu settar á fót. Skiptar skoðanir urðu í meirihlutaviðræðum um þessar greiðslur en að lokum endaði þessi setning í meirihlutasáttmálanum “Við ætlum að brúa bil milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölbreyttum aðferðum. Við ætlum að innleiða systkinaforgang og stafræna innritun á leikskólum.” Borgarfulltrúi Pírata fer yfir hvað er verið að gera í borginni til að brúa bilið.
Glærur

Það var margt merkilegt sem koma fram á fundinum og þar sem erindin voru ekki tekin upp ætlum við að deila með ykkur efni frá þeim á samfélagsmiðlum næstu daga og vikur.

Fylgist með okkur á Instagram og Facebook 

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...

Nýárskveðja