Píratar XP

Fylgjumst ein­huga að!

Bar­áttu­dagur verka­lýðsins sækir upp­runa sinn í mál sem er okkur Pírötum hjartans mál; styttingu vinnu­viku, það er að segja átta stunda vinnu­dag og helgar­frí. Fyrstu skref bar­áttu verka­lýðsins grund­völluðust þar að auki í kröfunni um verk­falls­réttinn sem telst nú ó­rjúfan­legur hluti af nú­tíma­legum lýð­ræðis­ríkjum. Að leggja niður störf til að krefjast bættra kjara er grund­vallar­réttur verka­fólks og nýtist ein­göngu þegar allt um þrýtur, er það því réttur sem ganga þarf langt til að standa vörð um. Ó­neitan­lega setur CO­VID-19 svip á há­tíðar­höldin að þessu sinni. Við Píratar viljum óska launa­fólki góðs dags. Fögnum árangrinum sem náðst hefur og mætum endur­nærð til bar­áttunnar fram undan.

Hinn 1. maí árið 1886 lagði verka­fólk í Banda­ríkjunum niður störf í kjöl­far langrar bar­áttu fyrir bættum kjörum og átta stunda vinnu­dag. Ís­lenskar rætur dagsins sækja einnig upp­haf sitt í bar­áttuna um styttri vinnu­dag. Vöku­lögin sem voru lög­fest árið 1921 og tryggðu ís­lenskum sjó­mönnum sex tíma hvíld á sólar­hring. Þau eru einn fyrsti sigurinn sem hefur unnist á Ís­landi í verka­lýðs­bar­áttu. „Hér skal orð­takið það: Fylgjumst ein­huga að!“ segir í aug­lýsingu Kröfu­göngu­nefndar á for­síðu Al­þýðu­blaðsins 1. maí árið 1923.

Stytting vinnu­tíma er lýð­ræðis­mál og mann­réttinda­mál. Það er vitað að með skemmri vinnu­degi fylgir meiri á­nægja í starfi, færri veikinda­dagar og aukin lífs­gæði. Það varðar aukna hamingju og sam­veru­stund með fjöl­skyldunni. Starfið okkar á að styðja við okkar heilsu og vel­ferð. Við erum ekki hlutir sem hægt er að nýta og of­nýta og henda svo í ruslið.

Ný­verið var skrifað undir kjara­samninga fyrir lægsta launa­hóp okkar Reyk­víkinga og það er mér mikið gleði­efni að á­samt því að leið­rétta laun kvenna­stétta og hækka lægstu laun er þar kveðið á um styttingu vinnu­viku dag­vinnu­fólks úr 40 í 36 klukku­stunda vinnu­viku – og enn meiri styttingu fyrir vakta­vinnu­fólk. Þessum hópi, Ef lingar­fólki og öðru mikil­vægu starfs­fólki annarra verka­lýðs­fé­laga, vil ég þakka fyrir að standa eins og klettur í fram­línunni vegna CO­VID-19. Ég vil einnig nota tæki­færið og hvetja önnur sveitar­fé­lög til að ganga frá samningum. Pólitík er ekki leikur og á­byrgðin er mikil á tímum sem þessum að ganga ekki til samninga.

Bar­áttunni er hvergi lokið. Við eigum öll rétt á góðu lífi með reisn. Gleði­legan 1. maí.

Upprunaleg birtingFréttablaðið

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þetta vilja Píratar gera fyrir yngstu íbúa Kópavogs

Barn sem fæðist í dag á rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi með forsjáraðilum sínum (gefum okkur að...

Kosningaframkvæmd 2022

Á laugardaginn er kjördagur og því utankjörfundi að ljúka. Því er ekki úr vegi að líta til...

Nóg komið

Ég veit ekki hvað mér þykir verst í þessu. Er það sjálf salan á Íslandsbanka, þar sem...

Hús­næðiskrísa!

Það er mikill skortur á húsnæði, það dylst engum. Það er ólíðandi ástand, ekki síst vegna þess...

Óheiðarleg stjórnmál

Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu...

Þess vegna bjóðum við okkur fram

Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Hversu löng eru fjögur ár?

Mig langar að stunda stjórnmál þar sem íbúar bæjarins fá að segja skoðun sína oftar en á...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má nefna Reykjavík, Hafnarfjörð,...
X
X
X