Home Greinar Frístundir í forgang

Frístundir í forgang

Frístundir í forgang
Hildur Björg Vilhjálmsdóttir i Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir, kandydaci na 2. i 4. miejscu dla Píratów w Hafnarfjörður

ÁHERSLUR PÍRATA Í HAFNARFIRÐI

Lengi vel var litið á íþróttaiðkun fyrir börn og unglinga sem leið til að efla og stuðla að heilbrigði. Töluverður hluti þeirra finnur sig hins vegar ekki við slíka iðju og hjá þeim sem þó æfa íþróttir að staðaldri verður mikið brottfall akkúrat á því aldursbili sem síst skyldi, enda færist þá gjarnan meiri alvara í æfingar og þær verða afreksmiðaðri. 

Píratar í Hafnarfirði leggja áherslu á að styrkir til tómstunda beinist ekki sérstaklega að uppbyggingu afreksstarfs heldur sé tekið mið af heilsu- og forvarnargildi iðkunar tómstundastarfs í víðum skilningi. Því vilja Píratar í Hafnarfirði tryggja að fjölbreyttar frístundir og ástundunarleiðir standi ungmennum til boða og tekið sé mið af því sem ungmennin sjálf vilja, spyrjum þau og bjóðum þeim að borðinu!

Hámarksgreiðslur frístundastyrkja Hafnarfjarðar eru nú 4.500 krónur á mánuði eða 54.000 krónur á ári og ekki heimilt að nýta allan styrkinn nema ungmenni sinni tómstundum allan ársins hring eða sinni tómstundum sem hafi hlotið undanþágu vegna árstíðabundinnar iðkunar. Til að forðast forræðishyggju og mismunun vilja Píratar gera öllum börnum kleift að nýta allan frístundastyrkinn með hóflegum skilyrðum, en 30% barna hafa af einhverjum orsökum ekki nýtt frístundastyrk sinn á síðustu árum. 

Í Hafnarfirði hafa framboð og úrræði til tómstundaiðkunar ekki haldist í hendur við framboð í öðrum sveitarfélögum. Það er því mikilvægt að einfalda alla umgjörð um tómstundaiðju barna, svo auðvelt sé fyrir börn og foreldra þeirra að velja tómstundir við hæfi og finna sína hillu á þessu mikilvæga mótunarskeiði. Endurskoða þarf framboð og stuðningsleiðir við tómstundaiðkun með því markmiði að veita fjölbreytta og góða þjónustu. 

Hildur Björg Vilhjálmsdóttir og Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir, frambjóðendur í 2. og 4. sæti fyrir Pírata í Hafnarfirði

Previous article Betri Hafnarfjörður
Next article Geðheilbrigði á rétt ról
Hildur Björg Vilhjálmsdóttir er fædd árið 1984, hún er náms- og starfsráðgjafi og hún brennur fyrir réttlætismál. Hún hefur starfað með Pírötum í Hafnarfirði frá árinu 2014 og hún leggur ríka áherslu á að koma á virku íbúalýðræði í bænum og að vera málsvari jaðarsettra einstaklinga og hópa. Hún vill bæta þjónustu við ungmenni og gera Hafnarfjörð að fjölskylduvænu sveitarfélagi.

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here