Frístundir í forgang

ÁHERSLUR PÍRATA Í HAFNARFIRÐI

Lengi vel var litið á íþróttaiðkun fyrir börn og unglinga sem leið til að efla og stuðla að heilbrigði. Töluverður hluti þeirra finnur sig hins vegar ekki við slíka iðju og hjá þeim sem þó æfa íþróttir að staðaldri verður mikið brottfall akkúrat á því aldursbili sem síst skyldi, enda færist þá gjarnan meiri alvara í æfingar og þær verða afreksmiðaðri. 

Píratar í Hafnarfirði leggja áherslu á að styrkir til tómstunda beinist ekki sérstaklega að uppbyggingu afreksstarfs heldur sé tekið mið af heilsu- og forvarnargildi iðkunar tómstundastarfs í víðum skilningi. Því vilja Píratar í Hafnarfirði tryggja að fjölbreyttar frístundir og ástundunarleiðir standi ungmennum til boða og tekið sé mið af því sem ungmennin sjálf vilja, spyrjum þau og bjóðum þeim að borðinu!

Hámarksgreiðslur frístundastyrkja Hafnarfjarðar eru nú 4.500 krónur á mánuði eða 54.000 krónur á ári og ekki heimilt að nýta allan styrkinn nema ungmenni sinni tómstundum allan ársins hring eða sinni tómstundum sem hafi hlotið undanþágu vegna árstíðabundinnar iðkunar. Til að forðast forræðishyggju og mismunun vilja Píratar gera öllum börnum kleift að nýta allan frístundastyrkinn með hóflegum skilyrðum, en 30% barna hafa af einhverjum orsökum ekki nýtt frístundastyrk sinn á síðustu árum. 

Í Hafnarfirði hafa framboð og úrræði til tómstundaiðkunar ekki haldist í hendur við framboð í öðrum sveitarfélögum. Það er því mikilvægt að einfalda alla umgjörð um tómstundaiðju barna, svo auðvelt sé fyrir börn og foreldra þeirra að velja tómstundir við hæfi og finna sína hillu á þessu mikilvæga mótunarskeiði. Endurskoða þarf framboð og stuðningsleiðir við tómstundaiðkun með því markmiði að veita fjölbreytta og góða þjónustu. 

Hildur Björg Vilhjálmsdóttir og Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir, frambjóðendur í 2. og 4. sæti fyrir Pírata í Hafnarfirði

Upprunaleg birtingFjarðarfréttir

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...