Fjölskylduvæn leikskólamál eru hagur okkar allra

ÁHERSLUR PÍRATA Í HAFNARFIRÐI

Hvað fela fjölskylduvæn leikskólamál í sér og hvernig eru þau hagur okkar allra?

Í Hafnarfirði búa um 8.000 börn, en þar af eru um 2.000 börn á leikskólaaldri. Leikskólaaldurinn er mikið þroskaferli en þá læra börnin margt sem undirbýr þau fyrir skólann og lífið framundan. Það er því mikilvægt að vel sé staðið að leikskólastarfi, starfsfólk og börn séu ánægð og öll fái góða næringu fyrir líkama og sál. Starfsfólk og starfsumhverfi leikskóla eru mikilvæg fyrir lífsgleði og lífsgæði barnanna okkar.

Því er óafsakanlegt að leikskólastarfsfólk í Hafnarfirði sé á mun lægri launum en starfsfólk í næstu sveitarfélögum, um því sem nemur um 30 – 35.000 krónum á mánuði. Lakari launakjör valda mönnunarvanda því Hafnarfjörður er ekki samkeppnishæfur. Það er því beinlínis hagur leikskólastarfsfólks sem býr í Hafnarfirði að starfa frekar á leikskólum í nágrannasveitarfélögunum. Áhrif þess valda foreldrum bæjarins vandkvæðum, sem og atvinnulífinu. Því er hagur samfélagsins alls að leiðrétta laun leikskólastarfsfólks.

Vinnumenning á Íslandi krefst markvissra úrlausna í leikskólamálum. Í leikskólamálum þarf að auka samráð við foreldra og starfsfólk áður en ákvarðanir eru teknar. Skipulag þarf að vera sveigjanlegt og í takt við þær breytingar sem eru að verða á vinnumarkaði og starfsfólki þarf að umbuna réttilega fyrir vinnutíma sinn. Foreldrar og starfsfólk kalla eftir áherslum, lausnum og útfærslum sem mikilvægt er að bregðast við en þar ber einna helst að finna þurfi leiðir til  að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskólagöngu.

Píratar í Hafnarfirði leggja áherslu á að styðja við fjölskylduvæna leikskóla þar sem starfsfólk er ánægt og nær endum saman. Píratar í Hafnarfirði vilja einnig styðja við og styrkja samveru fjölskyldna og bjóða upp á stytta leikskólaviku barna með auknum sveigjanleika í vistunartíma. Þetta viljum við gera í samráði við fagfólk og út frá forsendum faglegs og mikilvægs leikskólastarfs, fyrir fjölskylduvænan Hafnarfjörð.

Hildur Björg Vilhjálmsdóttir og Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir í 2. og 4. sæti fyrir Pírata í Hafnarfirði

Upprunaleg birtingFjarðarfréttir

Kommentakerfi Pírata

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...