Fjölskyldan, velferð og skólamál

Á baráttudegi verkafólks 1. maí er við hæfi að fjalla um málefni sem snúa algerlega að hag fjölskyldna. Það er mikið kjaramál að komið verði til móts við barnafjölskyldur og draga verulega úr efnahagslegri mismunun þeirra, þar sem sum börn geta notið frístundaiðkunar á meðan önnur börn geta ekki sökum fátæktar. Við getum byrjað á að gera vistun barna í skólahóp leikskólanna gjaldfrjálsa þar sem þar fer undirbúningur fyrir skólagönguna fram þ.e. fyrsta skólastigið. Það er eðlilegt að ríkið komi að því enda greiddi ríkið fyrir innleiðingu grunnskólans til sveitarfélaga og þar sem þessi árgangur bætist við er eðlilegt að fjármagn komi frá ríkinu.

Þegar 5 ára stigið verður fyrsta skólstigið af alvöru þá að sjálfsögðu ættu þau börn að uppfylla skilyrði fyrir hvatagreiðslur í frístundastarf. Píratar og óháðir vilja svo leita leiða til þess að fjölskyldur greiði svo eitt gjald fyrir leikskólavistun yngri barna hvort heldur með eitt og fleiri börn í grunnskóla. Þegar barnafjölskyldur þurfa ekki að greiða meira en sem nemur einu gjaldi þá dregur úr efnahagslegum mismun og fátækt, foreldrar geta komist á vinnumarkað, skila útsvari til bæjarins svo það eru ekki aðeins útgjöld bæjarins við vistunina heldur kemur meira í kassann frá foreldrum á vinnumarkaði.

Það er samt ekki nóg því sá hópur sem er ekki að fá leikskólavist eftir að fæðingarorlofi lýkur og barnið kemst inn á leikskóla er erfitt að brúa þegar ekki fást pláss hjá dagmömmum heldur, þurfum að huga að þessum hópi og til hvaða úrræða er hægt að grípa. Þessi stuðningur dregur úr fátækt og jafnar stöðu barna að einhverju marki sem hlýtur að vera markmiðið sbr. farsældarlögin sem tóku gildi um síðustu áramót og þar sem sú skylda er lögð á sveitarfélög að gera sveitarfélögin barnvæn.

Að auki hefur Reykjanesbær markaðssett sig sem fjölskylduvænt samfélag, eða er það bara í orði en ekki á borði?Frístundastyrki eða hvatagreiðslur þarf að auka, fleiri aldursstig ættu að njóta slíkra hvatastyrkja, hægt að færa niður í 5 ára og smátt og smátt auka þessar greiðslur til fleiri aldurshópa. Hvatagreiðslur eiga að duga fyrir barn til þess að æfa íþróttir, taka þátt í æskulýðsstarfi eða stunda tónlistarnám. Barnafjölskyldur hafa ekki það fjármagn sem til þarf til þess að leyfa börnum sínum í slíkt frístundastarf og þar fer forgörðum hæfileikarík börn sem þurfa að búa við efnahagslega mismunum.

Við þurfum að auka upplýsingastreymi til foreldra barna ef erlendum uppruna með því að stórefla þýðingar á þeirri afþreyingu og þjónustu börnin eiga rétt á og mætti senda slíkar upplýsingar í gegnum skólana til foreldra þessara barna svo líklegra sé að upplýsingarnar skili sér til foreldra þeirra.

Mikilvægt er að koma á stöðu umboðsmanns foreldra barna á leik- og grunnskólaaldri en hlutverk hans væri að styðja foreldra í samskiptum við skóla og fræðsluyfirvöld, oft er um að ræða fólk af erlendum uppruna sem er ekki vel að sér í þessum samskiptum og vita jafnvel ekki hvaða rétt þeir hafa eða börn þeirra.

Við erum með skóla án aðgreiningar og eigum að bjóða einstaklingsmiðað nám, er þetta í raun þannig? Við eigum að hafa nemendur með í ráðum sér í lagi á unglingastigi. Hvað vilja þau læra og hvernig vilja þau læra? Við erum með ákveðið plan í grunninn sem er aðalnámskrá grunnskólanna, kynnum hana fyrir nemendum og þá hver markmiðin séu, fáum hugmyndir frá þeim hvernig við getum náð þeim markmiðum út frá þeirra sjónarmiðum. Við sem störfum í skólanum erum þar fyrir nemendur og þeirra þarfir en nemendur eru ekki í skólanum fyrir okkur.

Hvað getum við gert til að koma til móts við stráka sérstaklega sem rekast oft illa í skóla og ná ekki settum markmiðum t.d. er varðar læsi sér til gagns? Spyrjum strákana sjálfa hvernig þeir sjá fyrir sér að bæta stöðu sína varðandi lestur og lestrarfærni, nemendur hafa oftar en ekki svörin. Ég spurði nemanda á miðstigi hvort hann læsi mikið, honum fannst ekki skemmtilegt að lesa en til að vinna með heimalestur las hann krakkakviss með mömmu sinni, hann las og spurði og svo reyndi hún að svara spurningum hans, þetta var lestur en einnig gæðastund á milli móður og barns. Krakkarnir eru svo lausnamiðuð ef þau fá tækifæri til að finna sjálf leiðina. Þetta var heimalestur á hans forsendum sem hlýtur að virka best.

Börn eiga ekki að þurfa að líða fyrir fátækt og samfélagið verður að koma til móts svo öll börn geti notið íþrótta- og tómstundastarfs, geti notið tónlistarnáms og ræktað hæfileika sína óháð stöðu. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Þú skiptir máli !

Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, oddviti Pírata og óháðra í Reykjanesbæ 2022

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...