Excelágóði og flæðiságóði

Það má nálgast ákvarðanir um fjárfestingar á marga vegu, en eitt sem er lítið fjallað um er mismunurinn á því að stefna að Excelágóða eða flæðiságóða.

Excelágóðahugsun snýst um að leggja áherslu á töluna sem táknar beinan hagnað á tiltekinni aðgerð á tilteknu augnabliki. Með því að gleðja Stóra Excel skjalið á Himnum með hámörkun beins reiknanlegs hagnaðar eru réttlætingarnar óhaggandi og allir geta skilið þær. Í þeirri nálgun er nánast alltaf best að borga upp skuldir í efsta forgangi, þar sem vextir kosta peninga. Undantekningin er ef þú dettur niður á díl þar sem hægt er að fjárfesta og fá meiri ágóða en vextirnir kosta. Þetta kallast vaxtamunaviðskipti, og eru ær og kýr margra sem ætla sér að verða ríkir.

Allt er betra í flæði

En sé litið framhjá klassískustu gerðum auðjöfra ─ verðbréfamiðlara og álíka ─ og að þeim sem eru ríkastir allra, þá sést að þeir fjárfesta allir í flæðiságóða. Flæðiságóði snýst um að einbeta sér að því hvar er hægt að búa til sjálfbært flæði sem gefur endalaust af sér. Í þeirri hugsun skiptir auðvitað máli að halda kostnaði niðri, og vaxtakostnaður er ekki þar undanskilinn, en oft er skynsamlegra samkvæmt þessari nálgun að sætta sig við aðeins hærri kostnað til skamms tíma ef það gefur tækifæri til að byggja nýtt flæði.

Til dæmis gæti einhver útgerð veitt þorsk úr sjónum, fryst hann um borð, hent honum beint í gám og sent úr landi, og fengið 50 kr á kílóið í hagnað þegar allt er samantekið. Og fyrirtækið gæti vissulega réttlætt það að gera þetta í stað þess að koma með fiskinn ferskan í land, fullvinna hann þar, og selja tilbúna fiskrétti úr landi með 40 kr hagnað per kíló þegar upp er staðið. Því gagnvart Excel skjalinu er hreini ágóðinn betri með Excelágóðahugsuninni, svo munar 10 kr á kíló!

En miklu fleiri njóta góðs í samfélaginu þegar áherslan er á flæðið. Virðisaukningin á sér stað í nærtækari keðju. Og það er líklegra að það geti leitt af sér frekari tækifæri í framtíðinni. Flæðishugsunin skilar bæði góðum pening og meiri möguleikum á meiri peningum í framtíðinni. Það sem þarf að gera til að njóta þessa ávinnings er að lengja í virðiskeðjunni, sem skilur eftir sig ýmiskonar afleiddan hagnað, ávinning og samfélagslegan ábáta.

Hvernig á ríkissjóður að virka?

Meðan það er ekki hægt fyrir almenning sem á ekkert í útgerðinni eða öðrum fyrirtækjum að gera heimtingu á því að útgerðin hugsi út frá flæðinu, þá er algjörlega eðlilegt að gera heimtingu á því að ríkið hugsi svona. Ímyndum okkur tvo valkosti:

  1. Við greiðum niður skuldir upp á 10 mia kr.
  2. Við eyðum 10 mia kr í innviðauppbyggingu.

Í báðum tilfellum fara 10 milljarðar út úr ríkissjóði, en í öðru tilfellinu fer peningurinn bara til kröfuhafa og þá er sagan búin. Vaxtakostnaður ríkissjóðs lækkar og Stóra Excel skjalið á Himnum er ánægt.

Í hinu tilfellinu fær fullt af fólki vinnu við að byggja upp innviðina, heimilin geta notað innviðina til að spara og fyrirtækin geta notað þau til að græða. Samfélög vaxa og dafna, og þótt þau vissulega þurfi enn að bera vaxtakostnaðinn af þessum tíu milljörðum, þá eru þau líklega betur í stakk búin til þess.

Ávinningurinn af valkosti 1 er að auðreiknanlegir vextir sparast, en ávinningurinn af valkosti 2 er vandasamt að reikna í raun, en gæti mögulega gefið margfalt meira af sér.

Ríkisskuldir eru ekki (endilega) vondar

Flæðishugsunin stendur fyrir sínu. Hún víkur frá ríkjandi kreddum um að allar ríkisskuldir séu nauðsynlega slæmar með því að gangast við því að stundum sé réttlætanlegt að eyða peningum til að græða peninga. Þessi regla þykir góð í öllum rekstri, en einhverra hluta vegna hafa sjálfskipaðir riddarar hagvaxtarins komist að þeirri niðurstöðu að hún eigi ekki við ef eigandi rekstursins er samfélagið allt.

Fyrir vikið hefur öll áhersla síðustu ríkisstjórna, sem allar hafa keyrt ríkissjóð á grundvelli harðlínu-Excelhyggju, verið á að greiða niður opinberar skuldir. Sem er að sumu leyti ágætt: skuldirnar eftir hrunið voru gríðarlegar og á mjög háum vöxtum. Þetta voru því dýrar skuldir sem var skynsamlegt að greiða upp, jafnvel innan flæðishugsunar. En á einhverjum tímapunkti þarf að spyrja sig hvort ekki sé hugsanlega meiri samfélagslegur ávinningur af því að byggja upp í staðinn fyrir að greiða niður.

Helsta hættan við þá hugsun að ríkisskuldir séu alltaf slæmar er að fólk festist í rekstrarhagfræðilegri hugsun um þjóðhagfræðilegt vandamál. Þetta leiðir af sér að stór verkefni verður ómögulegt að fjármagna (sbr. Landspítalann og Sundabrautina), meðalstór verkefni verða einkavædd (sbr. Vaðlaheiðargöng), viðhald er sett í lægri forgang þannig að eignir skemmast (sbr Vatnsendaveg), sjálfvirk réttlæting er fyrir sölu hverskyns eigna í þágu markmiðsins að uppræta skuldirnar (sbr. Kaupþing), þjónustugæði rýrna (sbr. heilbrigðiskerfið), möguleikar á einkasparnaði fólks og fyrirtækja í hagkerfinu verða minni (sbr. fjárfestingarvandræði Lífeyrissjóðanna) og efnahagslegum niðursveiflum er mætt með niðurskurði (sbr. viðbrögð flestra ríkja Evrópu við hruninu).

Hagvöxtur trompar aðhald

Miklar og dýrar ríkisskuldir eru varasamar og ber að forðast. Hagfræðingarnir Carmen Reinhart, Vincent Reinhart og Kenneth Rogoff hafa sýnt sterka fylgni milli þess að ríkisskuldir fari yfir 90% af vergri landsframleiðslu (VLF) og að hægist um í hagkerfum til lengri tíma. Það finnast líka fá lönd þar sem vaxtakostnaður ríkisskulda er jafn hár og á Íslandi. Meira að segja Grikkland er með ódýrari langtímaskuldbindingar en Ísland (5.39% á Íslandi, 4.94% í Grikklandi).

En nettó ríkisskuldir Íslands eru 21.1% af VLF, og hagfræðingar eru farnir að efast um að það sé sniðugt að vera með þetta lágt skuldahlutfall. Olivier Blanchard, fyrrum yfirhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hefur til að mynda bent á að ef hagvöxtur er meiri en vaxtastig ríkisskulda verður auðveldara að eiga við skuldirnar. Þá hefur hagfræðingurinn Nicholas Crafts sýnt að hagvöxtur umfram vexti hafi gert meira til að minnka skuldaálag ríkissjóðs Bretlands en aðhald og tekjuafgangur.

Stöðugt fleiri niðurstöður af þessu tagi koma fram eftir því sem hagfræðingar yfirgefa nýklassísku nálgunina í þágu nútímapeningahagfræðinnar (e. Modern Monetary Theory). Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) hefur nú viðurkennt að aðkoma þeirra að sveltistefnukröfum gagnvart Grikklandi hafi orðið til þess að hagkerfið gat ekki vaxið til að geta staðið undir skuldirnar.

Í þessu felst að innan vissra marka sé betra að fjárfesta í hagvaxtaraukandi aðgerðum frekar en að greiða niður skuldirnar ─ það skapar betra flæði fyrir alla.

Kommentakerfi Pírata

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...