Erum við að missa af tækifærunum?

Við þurfum að ræða um trú­verð­ug­leika Íslands í lofts­lags­mál­um. Um það hvort mann­kynið í heild geti bjargað sér undan sjálf­skap­ar­víti og hvernig Ísland getur hjálpað til, meira en þegar er gert. Ég lít svo á að við séum öll banda­menn í þeirra umræðu, í því hvernig við við­höldum líf­væn­leika jarð­ar.

Ljóst er að mörg lönd, meðal ann­ars sum stærstu lönd heims, munu ekki að óbreyttu ná að draga úr losun svo nokkru nemi. Jafn­vel þar sem póli­tískur vilji er til staðar að nafn­inu til virð­ast önnur efna­hags­leg og sam­fé­lags­leg mark­mið ráða för.

Verstu skóg­ar­eldar sög­unnar geisa um heim­inn ár eftir ár, felli­byljum hvers árs fer fjölg­andi. Met­þurrkar, land­eyð­ing og hækkun sjáv­ar­máls eru löngu hætt að vera fræði­legar ógn­ir. Við þurfum að for­gangs­raða stór­tækum aðgerðum fram yfir smærri punt­verk­efni sem láta stjórn­málin líta vel út en hafa litla þýð­ingu í reynd.AUGLÝSING

Eftir því sem á líður bendir fleira til þess að við þurfum að gera grund­vall­ar­breyt­ingar á hag­kerfi heims­ins ef mark­miðið eigi að nást. Það er hverjum þeim ljóst sem lætur sig lofts­lags­mál varða af ein­hverri alvöru að engin leið er að skapa sjálf­bært sam­fé­lag manna án þess að breyta því hvernig gang­verk efna­hags­mála virkar á heims­vísu.

Á meðan efna­hags­kerfin und­an­skilja ágang á nátt­úru­auð­lindir frá hagn­að­ar­tölum og á meðan krafan um hinn enda­lausa hag­vöxt er ekki kveðin niður er engin leið að ætla að árangur náist í lofts­lags­mál­um. Því verður að gera nákvæm­lega sömu kröfur til lofts­lags­bók­halds og gerðar eru til rík­is­fjár­mála, auk þess sem hið opin­bera þarf að sam­tvinna aðgerðir í efna­hags­líf­inu við lofts­lags­mál. Næsta rík­is­stjórn gæti t.d. sett á fót emb­ætti umhverf­is- og efna­hags­mála­ráð­herra. Ég teldi það a.m.k. umræð­unnar virði.

Hvernig gengur okk­ur, hvar gætum við verið að standa okkur bet­ur? Erum við að missa af tæki­færum, að klúðra ein­hverju stór­kost­lega? Eða erum við jafn­vel að missa sjónar á vanda­mál­inu, til dæmis vegna heims­far­ald­urs Covid-19?

Þessum spurn­ingum og öðrum ætlum við að varpa upp á Umhverf­is­þingi Pírata, sem fram fer í dag á pirat­ar.tv klukkan 11. Þar geta áhuga­söm fylgst með og sent spurn­ingar til fram­sögu­fólks­ins, sem er ekki af verri end­an­um. Þeirra á meðal eru Andri Snær Magna­son rit­höf­und­ur, Auður Önnu Magn­ús­dóttir fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar, Kristín Vala Ragn­ars­dóttir pró­fessor í sjálf­bærni­vís­indum og Geir Guð­munds­son verk­efna­stjóri hjá Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands.

Við ætlum að ræða stóra hug­myndir enda eru úrlausn­ar­efnin stór. Við þurfum að setja markið hátt, því til þess að ná árangri þá þurfum við að þora. Sem fyrr segir hefst þingið klukkan 11 og er hægt að horfa á það með því að smella hér.

Upprunaleg birtingKjarninn

Kommentakerfi Pírata

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...