Píratar XP

Ertu Icelandairingur?

Hvað er að vera Íslendingur? Þarftu að geta rakið ættir þínar til landnema? Þarftu að kunna íslensku? Þarftu að búa á Íslandi eða vera ríkisborgari? Tárast yfir auglýsingu frá Icelandair?

Þingmenn ákveða í dag hvort nota eigi fimmtán milljarða af almannafé til að ábyrgjast rekstur Icelandair, sem eru stórtíðindi. Ekki bara vegna afskipta ríkisins af einkafyrirtæki á markaði heldur líka vegna þessa að um er að ræða háa fjárhæð, ársframlög ríkisins til nýsköpunar eða menningar- og æskulýðsmála.

Krókar og kimar þessa máls eru ansi margir. Því er gagnlegt að skoða hvers vegna ríkisstjórnin segist vera að skipta sér af málefnum Icelandair. Þau vilji viðhalda traustum og samfelldum samgöngum til og frá Íslandi og minna á mikilvægi flugsamgangna fyrir ferðaþjónustuna. Þrátt fyrir að þetta séu veigamikil rök þá þarfnast þau ekki Icelandair. Það er hægt að tryggja samgöngur til og frá Íslandi án Icelandair og ef sá hluti er tryggður þá uppfyllir það sjálfkrafa seinni ástæðuna. Stjórnarþingmenn vilja meina að ríkissjóður sé í raun og veru að taka mjög litla áhættu, að lánið sé dýrt og ólíklegt að Icelandair vilji í raun nota ríkisábyrgðina. Á móti má spyrja: Til hvers þarf þá ríkisábyrgð?

Icelandair er rótgróið fyrirtæki í íslensku samfélagi. Ef Icelandair verður fyrir skaða þá hefur það ansi víðtæk áhrif, ekki síst vegna þess að lífeyrissjóðir og bankar í ríkiseigu eiga stóran hlut í Icelandair. Ef ríkisbankarnir tapa þá tapar ríkið líka. Á þann hátt er ríkisábyrgð á láni Icelandair í gegnum bankana óháð ákvörðun Alþingis.

Þegar við spyrjum okkur hvort hjálpa eigi Icelandair eða lífeyrissjóðunum, sem eiga stærstan hluta félagsins, þá skiptir máli að skoða hvort staða Icelandair haldi áfram að versna eða ekki. Gloppurnar í sviðsmyndagreiningunni eru svo stórar að það er ekki hægt að sjá hvort að skuldahola Icelandair minnki nokkuð með þessari innspýtingu. Ef staðan versnar þá verður skaðinn fyrir lifeyrissjóðina og almannatryggingakerfið meiri í framtíðinni.

Það fylgir því líka skaði að hjálpa Icelandair. Það er samkeppniskaði, eins og fram kemur í umsögn Samkeppniseftirlitsins. Einokunarstaða Icelandair myndi skilja eftir sig eyðileggingarslóð samkeppnisaðila og sá skaði bitnar á öllum í formi verri þjónustu og hærra verðs.

Hvernig sem mál Icelandair þróast, hvort við grátum yfir auglýsingum þess eða falli, þá verðum við áfram Íslendingar. Við horfumst í augu við það að allir valmöguleikar í stöðunni eru skaðlegir á einn eða annan hátt til skemmri tíma. Erfiða spurningin lýtur að því sem gerist til lengri tíma og aðgerðanna sem gripið verður til í kjölfar ríkisábyrgðar. Hvað sem gerist í dag þá er verkefnið í framhaldinu að tryggja heilbrigða samkeppni í flugi.

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þetta vilja Píratar gera fyrir yngstu íbúa Kópavogs

Barn sem fæðist í dag á rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi með forsjáraðilum sínum (gefum okkur að...

Kosningaframkvæmd 2022

Á laugardaginn er kjördagur og því utankjörfundi að ljúka. Því er ekki úr vegi að líta til...

Nóg komið

Ég veit ekki hvað mér þykir verst í þessu. Er það sjálf salan á Íslandsbanka, þar sem...

Hús­næðiskrísa!

Það er mikill skortur á húsnæði, það dylst engum. Það er ólíðandi ástand, ekki síst vegna þess...

Óheiðarleg stjórnmál

Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu...

Þess vegna bjóðum við okkur fram

Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Hversu löng eru fjögur ár?

Mig langar að stunda stjórnmál þar sem íbúar bæjarins fá að segja skoðun sína oftar en á...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má nefna Reykjavík, Hafnarfjörð,...
X
X
X