Sigur uppgjafarinnar

Er ekki bara best að kjósa Framsókn?

Það er óneitanlegt að í síðustu þingkosningum var óumdeilanlegur sigurvegari. Sá sigurvegari var slagorð Framsóknarflokksins. „Er ekki bara best að kjósa Framsókn.“ Það er ekki bara slæmt, það er skelfilegt.


Ekki rugga bátnum.

Ekki af því Framsókn sé endilega versti flokkurinn sem hefði verið hægt að kjósa, heldur út af því að þeirra kosningabarátta, og þetta slagorð, ná mjög vel utan um það sem er að í pólitík í dag. Þetta slagorð höfðar til þess að nenna ekki að pæla í þessu, hafa ekki skoðun, rugga ekki bátnum. Það beinlínis höfðar til þess sem pólitík ætti aldrei að höfða til, sem er sinnuleysi. Framsókn ber ekki ein ábyrgð á því. Hinir flokkarnir stóðu sig ekki nógu vel í að skilgreina sig og bjóða upp á skýra framtíðarsýn. Fjölmiðlar virtust engan áhuga hafa á málefnum, en settu sviðsljósið þeim mun meira á persónur, á að láta frambjóðendur spila í þrautum og tala um allt annað en stefnumálin.

Besta auglýsingastofan?

Þegar sérfræðingar fóru yfir stöðu mála var miklu frekar rætt hvernig staðan í nýjustu skoðanakönnun væri, og farið yfir það með almannatenglum hver væri með flottustu kosningabaráttuna, bestu skiltin, bestu slagorðin. Það var mjög sjaldgæft að farið væri í málefnalega greiningu á flokkunum. Væntanlega af því að fjölmiðlarnir vildu engan styggja, og fannst þægilegra að vera bara á yfirborðinu, og væntanlega líka af því þeir mátu sem svo að almenningur nennti ekki að setja sig inn í dýpri yfirferð. Og kannski er það rétt metið. Ef svo er, þá berum við öll saman ábyrgð á því, ef samfélagið okkar nennir ekki lengur að hugsa sig vel um, kynna sér málin og velja sér áherslur fyrir framtíðina.

En Framsókn ber þó ein ábyrgð á því að hafa séð að það væri tækifæri í sinnuleysinu og notfæra sér það markvisst. Með því að vera bara með í því að þykja pólitík ómerkileg og leiðinleg, og með því að lofa að vera ekki með neitt vesen, biðja fólk ekki um of mikla athygli og fara ekki í neinar aðgerðir sem væru umdeildar.

Tækifærismennska.

Pólitík snýst fyrir mér um framtíðarsýn, að hafa einhverja hugsjón um það hvernig heimurinn ætti að vera. Slagorð eins og Framsóknar er alls ekki þar. Það er til marks um grímulausa hentistefnu og tækifærismennsku. Valdasækni bara valdanna vegna.

Kannski eru kosningar mikilvægar?

Ég verð að viðurkenna að ég á erfitt með það. Ég ber virðingu fyrir því þegar fólk tekur upplýsta ákvörðun, velur út frá hugsjón, jafnvel þótt hún sé allt önnur en mín. En það er hrikalegt ef vinsælasta hugsjónin í pólitík er hugsjónaleysi. Hvernig bætum við úr þessu? Sennilega er hluti vandans hversu margir flokkar eru í framboði. Það voru 10 flokkar í síðustu þingkosningum, 18 í síðustu borgarstjórnarkosningum. Það er mjög erfitt að setja sig inn í slíka flóru. Og það er ógrynni skilaboða allan daginn sem vilja athygli okkar. Það er alveg skiljanlegt að fólk hafi ekki þolinmæði í þetta. En kannski þurfum við að byrja á að taka ákvörðun um það að kosningar séu þrátt fyrir allt mikilvægar, að það skipti máli hver fari með vald og hvert við stefnum með okkar samfélag.

Við ákveðum hvað kosningar þýða!

Ef við ákveðum að kosningar séu eitthvað sem við viljum taka alvarlega og laga, að við viljum fá upplýsingar um það sem er í boði, ekki bara hver sé með flottustu kosningabaráttuna, flottasta slagorðið eða flottustu samlokuna, þá er það held ég fyrsta skrefið.

Upprunaleg birtingFréttablaðið

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...