Enginn afsláttur af aðgengi

Mannréttindi eru allra. Um þau þarf að standa vörð og tryggja að hvergi sé gefinn afsláttur af mannréttindum borgara. Píratar krefjast aðgengis  allra að samfélaginu, alltaf. Þess vegna vilja Píratar að Hafnarfjarðarbær sé sameinandi samfélag með fullri þátttöku fatlaðs fólks. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks leikur hér lykilhlutverk. Þar segir: „til þess að tryggja og stuðla að því að öll mannréttindi og grundvallarfrelsi verði í einu og öllu að veruleika fyrir allt fatlað fólk án mismununar af nokkru tagi vegna fötlunar“.

Píratar ætla að þrýsta á lögleiðingu samningsins. Innleiðingin þarf að vera í fullu samráði við fatlað fólk og endurspegla þjónustuþarfir þeirra.  Tryggja þarf aðgengi að öllu húsnæði og þjónustu bæjarins.

Markmið Pírata í þjónustu við fatlað fólk er afstofnanavæðing, fjölgun NPA samninga, að unnið sé markvisst gegn margþættri mismunun og ofbeldi gegn fötluðu fólki. Veruleikinn er sá að fatlað fólk verður fyrir margþættri mismunun og er í miklum áhættuhópi gagnvart ofbeldi.

Ferðaþjónustu fatlaðs fólks þarf að endurskoða í samráði, en samningar renna út á næsta ári. Hér er tækifæri fyrir Hafnarfjörð til þess að tryggja að ferðafrelsi og samfélagsþátttaka fatlaðs fólks sé tryggð með því að ferðaþjónusta fatlaðs fólks taki mið af þörfum notenda þjónustunnar.

Við gerð stefnumótunar, reglugerða og laga í málefnum fatlaðs fólks á að hafa fullt samráð við fatlað fólk frá upphafi til enda. Það er grundvallaratriði í allri mótun þjónustu sveitarfélagsins í málefnum fatlaðs fólks að það sé í fullu samráði við fatlað fólk og hagsmunasamtök þeirra. Píratar ætla Hafnarfirði leiðandi hlutverk í málefnum fatlaðs fólks með fötluðu fólki. Þannig vinna Píratar.

Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skipaði 1. sæti á lista Pírata í Hafnarfirði 2018

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...