Eldri borgarar í Hafnarfirði

Íslenska þjóðin er að eldast og á næstu árum og áratugum munum við sjá þennan hóp stækka verulega. Við lifum lengur og höldum heilsu fram á efri ár í auknum mæli – þannig eru eldri borgarar ekki afgangsstærð, heldur mikilvægur hópur með kröfur og getu til að leggja sitt af mörkum til samfélagsins.

Áherslur Félags eldri borgara fyrir sveitarstjórnarkosningar 2022 eru skýrar því félagsfólkið vill hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi. Þau vilja fjölbreytt búsetuúrræði í sinni heimabyggð, þau vilja lífsgæði, samveru og öryggi á eigin forsendum. Þau vilja fjárhagslegt sjálfstæði og lægri húsnæðiskostnað, auk fjölbreyttra úrræða til heilsueflingar. Einnig vilja þau að raddir þeirra heyrist og eftirfylgni sé með óskum þeirra t.d. varðandi rekstur og aðbúnað á hjúkrunarheimilum, og í öldungaráðum sveitarfélaga.

Í Hafnarfirði búa rúmlega 2700 íbúar sem náð hafa eftirlaunaaldri, þar af 1300 karlmenn og 1400 konur. Af þessum fjölda eru aðeins rúmlega 40 manns starfandi á vinnumarkaði samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands. Vissulega eru ellilífeyrisþegar mismunandi að atgerfi, en eitthvað segir manni að mikil reynsla og þekking fari forgörðum með því að bjóða eldra fólki ekki val um atvinnuþátttöku.

Píratar vilja gera vel við fullorðnu íbúana okkar. Við viljum hlúa að andlegri og líkamlegri heilsu eldri bæjarbúa, til dæmis með því að bjóða eldri borgurum upp á fjölbreyttar tómstundir og útivist í Hafnarfirði eftir getu hvers og eins. Eitt af grunnstefum Pírata er að standa vörð um og efla sjálfsákvörðunarrétt allra landsmanna.

Þannig sjá Píratar fyrir sér að í Hafnarfirði megi bjóða upp á úrræði á vegum bæjarins þar sem ellilífeyrisþegum verða boðin tækifæri til heilsueflingar, tómstunda, útivistar og möguleika til að nýta reynslu og þekkingu sína með ýmsum atvinnuúrræðum. Hugsanlega geta aðilar eins og heilsugæslan, Markaðsstofa Hafnarfjarðar, Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar og öldungaráð unnið saman að ofangreindu.

Albert Svan Sigurðsson og Ragnheiður H. Eiríksdóttir Bjarman, frambjóðendur í 3. og 6. sæti fyrir Pírata í Hafnarfirði

Upprunaleg birtingfjardarfrettir.is

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...