Píratar XP

Ekki í forgangi að fækka sjálfsvígum

Svar barst í dag við skriflegri fyrirspurn minni til heilbrigðisráðherra um aðgerðir til að fækka sjálfsvígum. Í aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum sem að lögð var fram árið 2018 eru tilgreind sex markmið og 54 aðgerðir. Það er skemmst frá því að segja að af 54 aðgerðum eru einungis fimm aðgerðir komnar til framkvæmda eða lokið. Fimm aðgerðir á fjórum árum og þá eru 49 aðgerðir eftir, 28 eru tilgreindar í vinnslu, 19 í bið og stöðu tveggja vantar. Það væri forvitnilegt að vita hvað er átt við með því að aðgerðir séu í vinnslu og hvenær mætti búast við framkvæmdum en þessi áætlun inniheldur metnaðarfull og mikilvæg markmið. https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=77110b10-4f85-11e8-942b-005056bc530c

Það virðist ekki vera mjög brýnt að vinna að því fækka sjálfsvígum innan heilbrigðisráðuneytisins og með þessu áframhaldi klárast framkvæmdin eftir tæp 40 ár. Þrátt fyrir að sjálfsvíg sé algeng dánarorsök ungs fólks. Vonbrigði var það fyrsta sem að ég hugsaði þegar ég sá svarið.

Tíminn skiptir máli

Árið 2020 féllu að minnsta kosti 47 einstaklingar hér á landi fyrir eigin hendi flestir á aldursbilinu 18-29 ára en einnig þrjú börn.

Í svari frá heilbrigðisráðherra, sem ég þakka fyrir, kom fram að árið 2018 fékk verkefnið 25 milljónir. Árið 2019 ekkert og árið 2020 var varið 5 milljónum í það. Árið 2021 fékk framkvæmdin 12 milljónir á meðan að milljörðum var varið í að berjast við heimsfaraldur. Það skiptir máli hvernig veikindin eru virðist vera. Það er þyngra en tárum taki að sjá að ekki sé verið að setja mun meira fjármagn í að framkvæma umrædda aðgerðaráætlun þrátt fyrir augljósa þörf í samfélaginu.

Ég vona að heilbrigðisráðherra átti sig á að það verður að leggja mun meira fjármagn, kraft og metnað í þessa framkvæmd ef að markmiðið er í raun og veru að fækka sjálfsvígum. Hægt var að bjarga lífum vegna heimsfaraldurs og það er einnig hægt að bjarga lífum vegna vanlíðan og vonleysis.

Höfundur er varaþingkona Pírata.

Upprunaleg birtingvisir.is

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þetta vilja Píratar gera fyrir yngstu íbúa Kópavogs

Barn sem fæðist í dag á rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi með forsjáraðilum sínum (gefum okkur að...

Kosningaframkvæmd 2022

Á laugardaginn er kjördagur og því utankjörfundi að ljúka. Því er ekki úr vegi að líta til...

Nóg komið

Ég veit ekki hvað mér þykir verst í þessu. Er það sjálf salan á Íslandsbanka, þar sem...

Hús­næðiskrísa!

Það er mikill skortur á húsnæði, það dylst engum. Það er ólíðandi ástand, ekki síst vegna þess...

Óheiðarleg stjórnmál

Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu...

Þess vegna bjóðum við okkur fram

Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Hversu löng eru fjögur ár?

Mig langar að stunda stjórnmál þar sem íbúar bæjarins fá að segja skoðun sína oftar en á...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má nefna Reykjavík, Hafnarfjörð,...
X
X
X