Danski þjónninn

Allir ættu að muna eftir Harry og Heimi en færri muna kannski eftir morðgátunni þeirra um danska þjóninn. Morð var framið á veitingastað. Einn gestanna fannst allt í einu látinn, enginn vissi hvað hafði gerst og enn síður hvernig morðið hafði verið framið. Eftir mikla og sprenghlægilega rannsókn leystu Harry og Heimir gátuna. Morðinginn var þjónninn og morðvopnið var danska. Hann hafði vísvitandi talað dönsku við gestinn þangað til hann þoldi ekki meir og dó.

Í dag virðist danski þjónninn vera laus úr fangelsi og er aftur farinn að herja á landsmenn. Hann beitir þó öðrum bellibrögðum því nú notar hann íslensku til þess að viðhalda dönskum áhrifum. Nánar tiltekið, til þess að viðhalda konunglegri danskri stjórnarskrá á Íslandi. Fuss og svei. Stjórnarskráin okkar er ekkert dönsk, heyrist kannski í einhverjum. Jú, í öllum meginatriðum er hún það. Um það er hægt að lesa í bindi Sigurðar Líndals, Grundvöllur stjórnarskrár.

Danski þjónninn passar upp á sitt. Þjóðin má ekki fá málskotsrétt. Þjóðin má ekki fá jafnan atkvæðarétt. Ekki mannhelgi. Ekki netfrelsi. Ekki vernd blaðamanna og heimildarmanna. Ekki frelsi vísinda, fræða og lista. Ekki menntun án endurgjalds. Frelsi frá herskyldu eða ómengað andrúmsloft og óspillta náttúru. Ekki auðlindir í eigu þjóðarinnar. Nei, helst engu má breyta nema danski þjónninn fái að ráða hverju og hvernig því er breytt.

Í baráttu sinni beitir danski þjónninn ólíklegustu rökum, eins og að frumvarp stjórnlagaráðs sé einhvern veginn ógilt vegna þess að kosning stjórnlagaþings var dæmd ógild. Fyrir utan að hunsa niðurstöðu heillar þjóðaratkvæðagreiðslu um það frumvarp, sem er æðsta umboð þjóðar um eitthvað málefni, þá getur Alþingi auðvitað skipað nefndir og ráð til þess að búa til frumvörp. Það er reglulega gert og í tilfelli stjórnlagaráðs var samþykkt sérstök þingsályktun þess efnis.

Danski þjónninn fullyrðir að hann noti staðreyndir eins og það geri allt sem hann segir að staðreynd. Það er hins vegar munur á staðreynd og fullyrðingu. Danski þjónninn fullyrðir ýmislegt, en það er allt afskræming staðreynda á einn eða annan hátt. Danski þjónninn spyr leiðandi spurninga sem koma málinu ekkert við eins og “kaus þjóðin nýju stjórnarskrána?” og svarar því neitandi. Það svara því allir neitandi, það vita allir sem vilja vita að það var kosið um að leggja frumvarp stjórnlagaráðs sem grundvöll að nýrri stjórnarskrá. “Samdi þjóðin nýju stjórnarskrána?” spyr danski þjónninn og svarar að “þjóðin” semji ekki texta. Eða eins og þegar Jón Sigurðsson sagði við Trampe greifa: “Og ég mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar” þá hefði danski þjónninn sagt að Jón sé ekki þjóðin. Hann er enda “hundtryggur” valdinu og hunsar því þjóðaratkvæðagreiðslur.

Kommentakerfi Pírata

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...