Píratar XP

Danski þjónninn

Allir ættu að muna eftir Harry og Heimi en færri muna kannski eftir morðgátunni þeirra um danska þjóninn. Morð var framið á veitingastað. Einn gestanna fannst allt í einu látinn, enginn vissi hvað hafði gerst og enn síður hvernig morðið hafði verið framið. Eftir mikla og sprenghlægilega rannsókn leystu Harry og Heimir gátuna. Morðinginn var þjónninn og morðvopnið var danska. Hann hafði vísvitandi talað dönsku við gestinn þangað til hann þoldi ekki meir og dó.

Í dag virðist danski þjónninn vera laus úr fangelsi og er aftur farinn að herja á landsmenn. Hann beitir þó öðrum bellibrögðum því nú notar hann íslensku til þess að viðhalda dönskum áhrifum. Nánar tiltekið, til þess að viðhalda konunglegri danskri stjórnarskrá á Íslandi. Fuss og svei. Stjórnarskráin okkar er ekkert dönsk, heyrist kannski í einhverjum. Jú, í öllum meginatriðum er hún það. Um það er hægt að lesa í bindi Sigurðar Líndals, Grundvöllur stjórnarskrár.

Danski þjónninn passar upp á sitt. Þjóðin má ekki fá málskotsrétt. Þjóðin má ekki fá jafnan atkvæðarétt. Ekki mannhelgi. Ekki netfrelsi. Ekki vernd blaðamanna og heimildarmanna. Ekki frelsi vísinda, fræða og lista. Ekki menntun án endurgjalds. Frelsi frá herskyldu eða ómengað andrúmsloft og óspillta náttúru. Ekki auðlindir í eigu þjóðarinnar. Nei, helst engu má breyta nema danski þjónninn fái að ráða hverju og hvernig því er breytt.

Í baráttu sinni beitir danski þjónninn ólíklegustu rökum, eins og að frumvarp stjórnlagaráðs sé einhvern veginn ógilt vegna þess að kosning stjórnlagaþings var dæmd ógild. Fyrir utan að hunsa niðurstöðu heillar þjóðaratkvæðagreiðslu um það frumvarp, sem er æðsta umboð þjóðar um eitthvað málefni, þá getur Alþingi auðvitað skipað nefndir og ráð til þess að búa til frumvörp. Það er reglulega gert og í tilfelli stjórnlagaráðs var samþykkt sérstök þingsályktun þess efnis.

Danski þjónninn fullyrðir að hann noti staðreyndir eins og það geri allt sem hann segir að staðreynd. Það er hins vegar munur á staðreynd og fullyrðingu. Danski þjónninn fullyrðir ýmislegt, en það er allt afskræming staðreynda á einn eða annan hátt. Danski þjónninn spyr leiðandi spurninga sem koma málinu ekkert við eins og “kaus þjóðin nýju stjórnarskrána?” og svarar því neitandi. Það svara því allir neitandi, það vita allir sem vilja vita að það var kosið um að leggja frumvarp stjórnlagaráðs sem grundvöll að nýrri stjórnarskrá. “Samdi þjóðin nýju stjórnarskrána?” spyr danski þjónninn og svarar að “þjóðin” semji ekki texta. Eða eins og þegar Jón Sigurðsson sagði við Trampe greifa: “Og ég mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar” þá hefði danski þjónninn sagt að Jón sé ekki þjóðin. Hann er enda “hundtryggur” valdinu og hunsar því þjóðaratkvæðagreiðslur.

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þetta vilja Píratar gera fyrir yngstu íbúa Kópavogs

Barn sem fæðist í dag á rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi með forsjáraðilum sínum (gefum okkur að...

Kosningaframkvæmd 2022

Á laugardaginn er kjördagur og því utankjörfundi að ljúka. Því er ekki úr vegi að líta til...

Nóg komið

Ég veit ekki hvað mér þykir verst í þessu. Er það sjálf salan á Íslandsbanka, þar sem...

Hús­næðiskrísa!

Það er mikill skortur á húsnæði, það dylst engum. Það er ólíðandi ástand, ekki síst vegna þess...

Óheiðarleg stjórnmál

Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu...

Þess vegna bjóðum við okkur fram

Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

Hversu löng eru fjögur ár?

Mig langar að stunda stjórnmál þar sem íbúar bæjarins fá að segja skoðun sína oftar en á...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má nefna Reykjavík, Hafnarfjörð,...
X
X
X