Ráðherra ferðamála hefur lagt fram frumvarp um Pakkaferðir, sem leggur til að svipta neytendur lögbundnum réttindum, afturvirkt. – Það er bara viðurkennt í frumvarpinu sjálfu (3.2. í greinargerð).
Frumvarp sem leggur til að brjóta stjórnarskránna. – Já það kom skýrt fram hjá tveimur stjórnarskrár sérfræðingum sem við óskuðum eftir umsögn frá.
Frumvarp sem leggur til að taka af fólki eignarréttindi, án bóta. – Ótrúlegt en þetta kom skýrt fram hjá eignarréttar sérfræðingi fyrir þingnefndinni og báðum stjórnarskrár sérfræðingunum. Neytendasamtökin segja að fólk hafi þegar ákveðið að fara í skaðabótamál við ríkið.
Ég mun áfram standa vörð um eignarréttinn við vinnslu málsins. Það væri gott að Sjálfstæðismennminni ferðamálaráðherra og þingmenn flokksins á að brot á eignarrétti stjórnarskrárinnar verður ekki liðið.