Burt með skítinn, burt með reykinn

Þann 14. maí verður kosið í bæjarstjórnarkosningum um allt land. Frambjóðendur fara um í sínu bæjarfélagi, kynna sig og þau málefni sem þeirra framboð stendur fyrir. Reykjanesbær er okkur bæjarbúum kær og margir flutt í bæjarfélagið enda hefur okkur fjölgað hratt sem hefur haft sína kosti og galla.

Það hefur reynt á okkar innviði og oft höfum við staðið frammi fyrir atvinnuleysi þegar atvik eins og heimsfaraldur geisar eða flugið dregst saman. Við þurfum að efla atvinnulífið og draga að okkur þjónustufyrirtæki sem glæðir atvinnulífið á svæðinu.

En við megum ekki bara stökkva á vagninn án þess að vera búin að skoða hvað hentar okkar bæjarfélagi best, hverskonar atvinnustarfsemi það er, hverjir standa í forsvari fyrir því og svo framvegis áður en stokkið er til samninga. Því við höfum aldeilis þurft að súpa seiðið af stóriðustefnunni í Helguvík og ekki viljum við endurtaka þann leik aftur.

Í reglugerð 920/2016 stendur í 5.gr.: „Halda skal loftmengun í lágmarki og viðhalda þeim gæðum sem felast í hreinu og ómenguðu lofti.“ og aðeins neðar stendur einnig: „Sveitarfélögum er heimilt að setja sér samþykktir þar sem gerðar eru ítarlegri kröfur en reglugerð þessi segir til um í því skyni að vinna gegn loftmengun og skaða af hennar völdum og viðhalda góðum loftgæðum.“ Þannig geta bæjaryfirvöld í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja spornað gegn því að loftgæði bæjarins rýrni vegna mengunar eða mengunarefna.

Að setja skýr skilyrði í aðalskipulag Reykjanesbæjar sem takmarka mengandi iðnað, m.a. með tilvísun í fyrrnefndar samþykktir bæjarins og í heimsmarkmiðum Sameinu þjóðanna er góður kostur. Við Píratar höfum alltaf talað á móti mengandi stóriðju í Helguvík og hefur sú skoðun ekkert breyst. Því þeir sem stjórna í bæjarfélaginu hafa þær skuldbindingar á sínum herðum að skila ómengandi atvinnustefnu áfram til komandi kynslóða.

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...