Búið ykkur undir grænar bólur

Kjósendur þurfa að búa sig undir eitt. Næsta mánuðinn verður svo oft minnst á „græna innviði“ að þeir fá sjálfir grænar bólur. En hvað eru grænir innviðir? Einhvers konar innra starf í Framsóknarflokknum?

Grænir innviðir eru tiltölulega nýtt hugtak og hefur því enga eina viðurkennda skilgreiningu sem hægt er að styðjast við. Grænir innviðir fela þó í sér lausnir á vandamálum sem varða umhverfi, samfélag og efnahag. Á tímum loftslagsbreytinga eru grænir innviðir nefnilega lykillinn að lausnum sem taka tillit til allra þessara þátta.

Markmið með uppbyggingu slíkra innviða er að byggja upp sjálfbært samfélag um allt land og – „um allt land“ er lykilatriði. Á Íslandi býr fjárfesting í grænum innviðum til tækifæri fyrir sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins að laða að sér fólk á nýjan leik. Í þetta sinn ekki til starfa í stóriðju, heldur til skapa störf á eigin forsendum. Aukin tækni- og alþjóðavæðing hefur líka gert það að verkum að staðsetning starfa skiptir sífellt minna máli og sú þróun mun bara halda áfram. Grænir innviðir mega ekki stangast á við þróunina heldur þurfa þeir að halda í við hana. Þú átt að geta starfað í Kísildalnum en búið á Kópaskeri.

Fjölbreytt störf í heilnæmu umhverfi

Fyrsta skrefið er að ljúka ljósleiðaravæðingu allra byggðakjarna landsins og tryggja örugg fjarskipti á ferð um landið. Sú uppbygging er forsenda þess að sveitarfélög í dreifbýli nái að laða að sér nýja íbúa, bæði innlenda og erlenda, sem vilja búa í rólegu umhverfi, umhverfi þar sem náttúran fær að njóta sín, umhverfi þar sem börn geta leikið sér í óspilltri náttúru, en jafnframt umhverfi þar sem þú getur sinnt fjölbreyttum störfum, þökk sé góðum innviðum.

En ljósleiðarinn er ekki eini græni innviðurinn sem þarf að fjárfesta í. Tryggt aðgengi að þriggja fasa umhverfisvænni raforku, óháð veðurfari og staðsetningu er einnig lykill að bæði atvinnu- og búsetuöryggi. Fjárfesta þarf í öruggara dreifikerfi sem ekki tekur marga daga eða vikur að laga eftir vetrarhörkur. Með auknum öfgum í veðurfari megum við alveg búast við tíðari stormum og innviðirnir okkar þurfa að vera undir það búnir.

Við þurfum einnig að fjárfesta í skilvirkum og umhverfisvænum samgöngum með öflugri og fullfjármagnaðri samgönguáætlun þar sem almenningssamgöngur og virkir ferðamátar eru skilgreindar sem hluti af grunnneti samgangna. Sem hluti af þeirri fjárfestingu þarf að styðja við bindingu og föngun gróðurhúsalofttegunda og stórátak í orkuskiptum, sér í lagi í fiskiskipaflotanum og vöruflutningum.

Að lokum þarf að fjárfesta í umhverfisvænni uppfærslu í frárennslis-, endurvinnslu- og sorpmálum um allt land í samvinnu við sveitarfélögin. Án þeirrar fjárfestingar munum við ansi fljótt missa stimpilinn „hreinasta land í heimi“ – og sá stimpill verður verðmætari með hverju árinu.

Tilvalinn tímapunktur

En það er auðvelt að tala um fjárfestingar í grænum innviðum, en stjórnmálamönnum virðist erfiðara að finna fjármagn til þessara mikilvægu aðgerða. Þar er mikilvægt að hafa í huga að fjárfestingar ríkisstjórna í grænum innviðum njóta einstaklega góðra viðskiptakjara um þessar mundir, þegar vaxtastig er mjög lágt og aðgengi að fjármunum til uppbyggingar eftir heimsfaraldur er á hverju strái.

Að sama skapi helst þessi uppbygging í hendur við aðrar aðgerðir í loftslagsmálum. Það þarf að innleiða efnahagslega hvata, jákvæða og neikvæða, sem ýta undir grænvæðinguna. Færa ábyrgðina þangað sem hún á heima: Láta raunverulega mengunarvalda borga og nýta þá fjármuni síðan til að byggja upp græna innviði fyrir fólk um allt land.

Ef okkur er raunverulega annt um að skapa land tækifæranna og að vera ábyrg í loftslagsmálum þá er þetta algjörlega borðleggjandi fjárfesting, sem mun skila sér margfalt til baka. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé ekki aðeins borðleggjandi mál heldur nauðsynlegt, við verðum að ráðast í þessar framkvæmdir á einhverjum tímapunkti – og rétti tímapunkturinn er einmitt núna!

Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi.

Upprunaleg birtingVísir

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...