Brostin og endurnýtt loforð

Nú keppast framboð við að kynna loforðalista sína fyrir bæjarstjórnarkosningarnar. Þar má finna fullt af fögrum fyrirheitum – en er eitthvað að marka þau? Það er áhugavert að skoða fjögurra ára gömul loforð flokkanna sem setið hafa í meirihluta á kjörtímabilinu sem er að líða. Hver er árangurinn? Þrátt fyrir að á meðal loforða séu verkefni sem ýmist voru þegar vel á veg komin vorið 2018, eða hreinlega lögbundin skylda, getur Sjálfstæðisflokkurinn aðeins hakað við 20 af sínum 75 loforðum og Framsóknarflokkurinn enn færri eða 5 af 33.
Það voru alveg örugglega einhverjir sem kusu þessa flokka vegna fyrirheita um íþróttastyrki til eldri borgara, fjölgun hjúkrunarrýma, leikskólapláss frá 12 mánaða aldri, sundlaugagarð í Salalaug með nýjum rennibrautum, leiktækjum og heitum og köldum pottum, uppbyggingu stúdentaíbúða á Kársnesi, frítt í strætó fyrir framhalds- og háskólanema, afgirt svæði fyrir hundaeigendur, hjólaþrautabraut, klifurvegg í sundlaug Kópavogs, varanlega aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir, eða lengri opnunartíma sundlauga, svo dæmi séu tekin.

Gamalt og ósvífið

Þá er margt á nýja loforðalistanum sem er endurnýtt efni frá árinu 2018, til dæmis:

Heimgreiðslur til foreldra meðan beðið er eftir dagvistun, hækkun á frístundastyrk barna og ungmenna, merkingar hjóla- og hlaupaleiða í Kópavogi, mælingar á mengun og hljóðvist með nákvæmari hætti og mótvægisaðgerðir í kjölfarið, lestrar- og menningarmiðstöð í efri byggðir, að ógleymdu Kópavogs-appinu sem átti að líta dagsins ljós á kjörtímabilinu sem leið og bæjarstjóri kynnti svo eftirminnilega í bakstursmyndbandinu sínu fyrir síðustu kosningar. 

Ósvífnasta loforðið hlýtur þó að vera að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að setja „loftslagsstefnu og innleiða hana með kraftmiklum hætti“. Á pappírunum hljómar þetta kannski ágætlega, en í ljósi þess að slík stefna þurfti, samkvæmt lögum, að vera tilbúin fyrir lok árs 2021 er þetta loforð ekki bara ósvífið heldur jafnframt fullkomlega til marks um innihaldslausan loforðaflaum flokksins.

Skiptir engu máli að standa við gefin loforð?      

Píratar standa fyrir fagleg, lýðræðisleg og gagnsæ vinnubrögð. Við stundum heiðarleg stjórnmál.
Við viljum að öll ákvarðanataka í stjórnsýslu Kópavogs gangi út frá því að standa vörð um mannréttindi, lýðræðið og tryggi jafnrétti milli núverandi og komandi kynslóða. Síðast en ekki síst viljum við auka aðkomu bæjarbúa að stjórnun bæjarins, einmitt svo hægt sé að halda kjörnum fulltrúum við efnið.

Það er ekki nóg að lofa alls konar fyrir alla ef ætlunin er aldrei að standa við það.

Upprunaleg birtingkgp.is

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...