Breytingar eru eðlilegar

Athygli vakti þegar Ragnar Freyr Ingvarsson, fyrrverandi yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala, sagði að stjórnvöld hefðu brugðist þjóðinni tvívegis. Nú einu og hálfu ári eftir að faraldurinn skall á þurfi ekki nema þrjár innlagnir til þess að setja Landspítalann á hættustig.

Í viðtali við Kjarnann segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að hann hefði viljað sjá betri stjórn á landamærunum en að það „hafi ekki verið hægt“.

Landspítalinn er á hættustigi og sóttvarnalæknir segir að ekki hafi verið hægt að hafa betri stjórn á landamærunum. Við hljótum að þurfa að spyrja „af hverju?“ Af hverju er Landspítalinn á hættustigi? Af hverju var ekki hægt að hafa betri stjórn á landamærunum? Eina svarið við þessum spurningum er „ríkisstjórnin“. Mánuðum saman hefur ríkisstjórninni mistekist að bregðast við álaginu á spítalann og nú er efnahagslega áætlun ríkisstjórnarinnar að mistakast líka. Veðmálið um að ferðaþjónustan sé lausnin er að kosta okkur enn eina bylgjuna.

Ein fyrstu viðbrögð stjórnvalda þegar faraldurinn skall á í fyrra var að setja þrjá milljarða í markaðsátak fyrir ferðaþjónustuna og opna svo landamærin fyrir ferðamönnum. Í framhaldinu komu önnur og þriðja bylgja faraldursins.

Allan faraldurinn hefur þetta verið eina markmið ríkisstjórnarinnar, að verja ferðaþjónustuna þannig að hún taki aftur við fyrra hlutverki í íslensku efnahagslífi eftir faraldurinn. Ekkert plan B. Þannig hefur allt þetta kjörtímabil verið, breið pólitísk stjórn um óbreytt ástand í stað þess að leysa þau samfélagslegu vandamál sem blasa við okkur öllum.

Enn skortur á húsnæði. Enn mannekla í heilbrigðiskerfinu. Enn engar breytingar í sjávarútvegi. Gömul stjórnarskrá. Gamlir flokkar en samt engar lausnir fyrir gamla fólkið okkar.

Stefna Pírata hefur verið skýr frá upphafi faraldurs. Takmarkanir á landamærunum eru besta leiðin til að tryggja hag, heilsu og frelsi almennings í heimsfaraldri. Í atvinnumálum höfum við alltaf lagt áherslu á nýsköpun til þess að taka við atvinnuleysinu, það býr til tækifæri til framtíðar og gefur okkur möguleika á að vaxa úr faraldrinum.

Síðastliðnir 16 mánuðir voru fullkomið tækifæri til að renna fleiri stoðum undir íslenskt efnahagslíf. Tækifæri til að hjálpa fólki að gera hugmyndir sínar að veruleika, í stað þess að takmarka veruleikann við hugmyndir ríkisstjórnarinnar.

Þurfum við að þola annað kjörtímabil af gömlu geðþóttastjórnmálunum? Þar sem öll eggin eru sett í sömu gömlu körfuna hjá sömu gömlu sérhagsmununum? Fram undan eru átök við fleiri stór úrlausnarefni, eins og loftslagsvá og sjálfvirknivæðingu, og miðað við þröngsýni stjórnvalda í faraldrinum er ljóst að framtíðin getur aldrei orðið á þeirra forsendum. Breytingar eru nauðsynlegar.

Upprunaleg birtingMorgunblaðið

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...