Píratar XP

Björn Leví Gunnarssonhttps://github.com/bjornlevi
Þingmaður Reykjavíkurkjördæmi suður

Breytingar eru eðlilegar

Athygli vakti þegar Ragnar Freyr Ingvarsson, fyrrverandi yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala, sagði að stjórnvöld hefðu brugðist þjóðinni tvívegis. Nú einu og hálfu ári eftir að faraldurinn skall á þurfi ekki nema þrjár innlagnir til þess að setja Landspítalann á hættustig.

Í viðtali við Kjarnann segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að hann hefði viljað sjá betri stjórn á landamærunum en að það „hafi ekki verið hægt“.

Landspítalinn er á hættustigi og sóttvarnalæknir segir að ekki hafi verið hægt að hafa betri stjórn á landamærunum. Við hljótum að þurfa að spyrja „af hverju?“ Af hverju er Landspítalinn á hættustigi? Af hverju var ekki hægt að hafa betri stjórn á landamærunum? Eina svarið við þessum spurningum er „ríkisstjórnin“. Mánuðum saman hefur ríkisstjórninni mistekist að bregðast við álaginu á spítalann og nú er efnahagslega áætlun ríkisstjórnarinnar að mistakast líka. Veðmálið um að ferðaþjónustan sé lausnin er að kosta okkur enn eina bylgjuna.

Ein fyrstu viðbrögð stjórnvalda þegar faraldurinn skall á í fyrra var að setja þrjá milljarða í markaðsátak fyrir ferðaþjónustuna og opna svo landamærin fyrir ferðamönnum. Í framhaldinu komu önnur og þriðja bylgja faraldursins.

Allan faraldurinn hefur þetta verið eina markmið ríkisstjórnarinnar, að verja ferðaþjónustuna þannig að hún taki aftur við fyrra hlutverki í íslensku efnahagslífi eftir faraldurinn. Ekkert plan B. Þannig hefur allt þetta kjörtímabil verið, breið pólitísk stjórn um óbreytt ástand í stað þess að leysa þau samfélagslegu vandamál sem blasa við okkur öllum.

Enn skortur á húsnæði. Enn mannekla í heilbrigðiskerfinu. Enn engar breytingar í sjávarútvegi. Gömul stjórnarskrá. Gamlir flokkar en samt engar lausnir fyrir gamla fólkið okkar.

Stefna Pírata hefur verið skýr frá upphafi faraldurs. Takmarkanir á landamærunum eru besta leiðin til að tryggja hag, heilsu og frelsi almennings í heimsfaraldri. Í atvinnumálum höfum við alltaf lagt áherslu á nýsköpun til þess að taka við atvinnuleysinu, það býr til tækifæri til framtíðar og gefur okkur möguleika á að vaxa úr faraldrinum.

Síðastliðnir 16 mánuðir voru fullkomið tækifæri til að renna fleiri stoðum undir íslenskt efnahagslíf. Tækifæri til að hjálpa fólki að gera hugmyndir sínar að veruleika, í stað þess að takmarka veruleikann við hugmyndir ríkisstjórnarinnar.

Þurfum við að þola annað kjörtímabil af gömlu geðþóttastjórnmálunum? Þar sem öll eggin eru sett í sömu gömlu körfuna hjá sömu gömlu sérhagsmununum? Fram undan eru átök við fleiri stór úrlausnarefni, eins og loftslagsvá og sjálfvirknivæðingu, og miðað við þröngsýni stjórnvalda í faraldrinum er ljóst að framtíðin getur aldrei orðið á þeirra forsendum. Breytingar eru nauðsynlegar.

Upprunaleg birtingMorgunblaðið

SKRIFA ATHUGASEMD

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Greinar eftir sama höfund

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ólöglegar skerðingar?

Ég fékk mjög áhugaverða ábendingu um Tryggingastofnun (TR) í gær. Ég ætla að byrja á að biðjast...

Dýr eru dýrmæt í borgarsamfélaginu

Við í Reykjavíkurborg höfum ákveðið að sameina alla þjónustu við dýr í Dýraþjónustu Reykjavíkur sem staðsett verður...

Skiljum fortíðina og sköpum framtíðina

Opnunarræða á aðalfundi Pírata, 21. ágúst.Síðustu 18 mánuðir hafa einkennst af umróti. Daglegu lífi hefur verið snúið...

Píratar afhjúpuðu hláleg vinnubrögð Alþingis

Í gegnum tíðina hafi margir haft orð á því að starfshættir Alþingis séu afleitir og er undirritaður...

Spilling er pólítísk ákvörðun

Píratar berj­ast gegn spill­ingu vegna þess að þannig sköpum við betra og sann­gjarn­ara sam­fé­lag þar sem allir...

Rasismi gegn Íslendingum

Síðustu vikur og mánuði hef ég reynt að vera sýnileg í framboði mínu til Alþingis, enda er...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...
X
X
X