Píratar XP

Breytingar eru eðlilegar

Athygli vakti þegar Ragnar Freyr Ingvarsson, fyrrverandi yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala, sagði að stjórnvöld hefðu brugðist þjóðinni tvívegis. Nú einu og hálfu ári eftir að faraldurinn skall á þurfi ekki nema þrjár innlagnir til þess að setja Landspítalann á hættustig.

Í viðtali við Kjarnann segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að hann hefði viljað sjá betri stjórn á landamærunum en að það „hafi ekki verið hægt“.

Landspítalinn er á hættustigi og sóttvarnalæknir segir að ekki hafi verið hægt að hafa betri stjórn á landamærunum. Við hljótum að þurfa að spyrja „af hverju?“ Af hverju er Landspítalinn á hættustigi? Af hverju var ekki hægt að hafa betri stjórn á landamærunum? Eina svarið við þessum spurningum er „ríkisstjórnin“. Mánuðum saman hefur ríkisstjórninni mistekist að bregðast við álaginu á spítalann og nú er efnahagslega áætlun ríkisstjórnarinnar að mistakast líka. Veðmálið um að ferðaþjónustan sé lausnin er að kosta okkur enn eina bylgjuna.

Ein fyrstu viðbrögð stjórnvalda þegar faraldurinn skall á í fyrra var að setja þrjá milljarða í markaðsátak fyrir ferðaþjónustuna og opna svo landamærin fyrir ferðamönnum. Í framhaldinu komu önnur og þriðja bylgja faraldursins.

Allan faraldurinn hefur þetta verið eina markmið ríkisstjórnarinnar, að verja ferðaþjónustuna þannig að hún taki aftur við fyrra hlutverki í íslensku efnahagslífi eftir faraldurinn. Ekkert plan B. Þannig hefur allt þetta kjörtímabil verið, breið pólitísk stjórn um óbreytt ástand í stað þess að leysa þau samfélagslegu vandamál sem blasa við okkur öllum.

Enn skortur á húsnæði. Enn mannekla í heilbrigðiskerfinu. Enn engar breytingar í sjávarútvegi. Gömul stjórnarskrá. Gamlir flokkar en samt engar lausnir fyrir gamla fólkið okkar.

Stefna Pírata hefur verið skýr frá upphafi faraldurs. Takmarkanir á landamærunum eru besta leiðin til að tryggja hag, heilsu og frelsi almennings í heimsfaraldri. Í atvinnumálum höfum við alltaf lagt áherslu á nýsköpun til þess að taka við atvinnuleysinu, það býr til tækifæri til framtíðar og gefur okkur möguleika á að vaxa úr faraldrinum.

Síðastliðnir 16 mánuðir voru fullkomið tækifæri til að renna fleiri stoðum undir íslenskt efnahagslíf. Tækifæri til að hjálpa fólki að gera hugmyndir sínar að veruleika, í stað þess að takmarka veruleikann við hugmyndir ríkisstjórnarinnar.

Þurfum við að þola annað kjörtímabil af gömlu geðþóttastjórnmálunum? Þar sem öll eggin eru sett í sömu gömlu körfuna hjá sömu gömlu sérhagsmununum? Fram undan eru átök við fleiri stór úrlausnarefni, eins og loftslagsvá og sjálfvirknivæðingu, og miðað við þröngsýni stjórnvalda í faraldrinum er ljóst að framtíðin getur aldrei orðið á þeirra forsendum. Breytingar eru nauðsynlegar.

Upprunaleg birtingMorgunblaðið

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þetta vilja Píratar gera fyrir yngstu íbúa Kópavogs

Barn sem fæðist í dag á rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi með forsjáraðilum sínum (gefum okkur að...

Kosningaframkvæmd 2022

Á laugardaginn er kjördagur og því utankjörfundi að ljúka. Því er ekki úr vegi að líta til...

Nóg komið

Ég veit ekki hvað mér þykir verst í þessu. Er það sjálf salan á Íslandsbanka, þar sem...

Hús­næðiskrísa!

Það er mikill skortur á húsnæði, það dylst engum. Það er ólíðandi ástand, ekki síst vegna þess...

Óheiðarleg stjórnmál

Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu...

Þess vegna bjóðum við okkur fram

Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Hversu löng eru fjögur ár?

Mig langar að stunda stjórnmál þar sem íbúar bæjarins fá að segja skoðun sína oftar en á...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má nefna Reykjavík, Hafnarfjörð,...
X
X
X