Um Miðflokkinn, Pírata og braggamálið

Já, það er siðlaust að ljúga.

Stærsta pólitíska vandamálið í dag er umburðarlyndi fólks fyrir kjaftæði. Í því samhengi skrifaði Vigdís Hauksdóttir nýlega stuttan Facebook-póst um Pírata og braggamálið sem finna má hér: https://www.facebook.com/vigdishauks/posts/10157089467951473

Best er auðvitað að lesendur kíki á pistil hennar fyrst, en ég ætla þó að vitna beint í hana til að skýrt sé hvað ég vilji gagnrýna í hennar fráleita málflutningi.

Hún segir:
Píratar, sem státa sig af algjöru gegnsæi og opnum upplýsingum, vilja ekkert upplýsa um fund sem þau héldu um braggamálið.

Vigdís hlýtur að móðga allt hugsandi fólk með því að segja svona lagað í tengingu við frétt þar sem þingmaður Pírata gerir ekkert nema að upplýsa um það sem fór fram á þessum opna og auglýsta fundi. Fundurinn ásamt því sem kom fram á honum var eina umræðuefnið. Virkilega pælið aðeins í því hvað þetta er fjarstæðukennd fullyrðing.

Fundurinn sem um ræðir var opinn upplýsingafundur um braggamálið. Hann var beinlínis boðaður og haldinn í þeim eina tilgangi að fjalla um braggamálið. Hann var vel sóttur og blaðamaður var viðstaddur, að vísu ekki frá Viljanum en hann hefði að sjálfsögðu verið velkominn eins og allir aðrir. Fundurinn var auglýstur í viðburðadagatali Píata eins og venjan er.

Heimild: https://piratar.is/vidburdur/fundur-um-skyrslu-innri-endurskodunar-um-braggamalid/

Þetta eru óumdeildar staðreyndir sem eru þveröfugar við það sem Vigdís heldur fram. Mótsögnin er algjör. Að halda opinn fund til upplýsinga um mál og hvetja fólk beinlínis til þess að lesa frekar þykka skýrslu um það, er nákvæm andstæða þess að gera það ekki. Það er furðulegt að þurfa að benda á svona lagað, en þetta virðist vera trumpíska nálgunin, að segja hluti svo gjörsamlega á skjön við bersýnilegar staðreyndir að það fer framhjá kjaftæðisskynjun fólks og einhvern veginn í ósköpunum öðlast trúverðugleika. Jafnvel þegar viðtal við þingmann Pírata um opinn og auglýstan, vel sóttan fund, er kallað þögn.

Svo segir hún: „Hér kemur margt fram, t.d. að þingmaður flokksins neitar því ekki að spilling hafi átt sér stað. Ég fagna því – enda blasir það við.

Það blasir ekki við að spilling hafi átt sér stað, enda oft mjög erfitt að gera greinarmun á fúski og spillingu. Þetta var klárlega að minnsta kosti fullkomið fúsk en þess vegna er óhugsandi að útiloka spillingu og sú staða er alveg jafn alvarleg – enda stendur til, eins og kemur fram í fréttinni sem Vigdís tengir í, að gera kerfisbreytingar í kjölfar þessa ömurlega máls.

Það pirrar mig ekkert að Vigdís vilji kalla þetta spillingu. Það sem pirrar mig við þennan málflutning er að hún lætur eins og að Píratar vilji ekki upplýsa það eða laga það sem fór svona hryllilega úrskeiðis. Enginn er óhneykslaður yfir þessu ömurlega máli, engum finnst þetta hafa verið í lagi og allir eru viljugir til að gera breytingar til að fyrirbyggja að þetta gerist aftur, hvort sem þarna átti sér stað spilling, fúsk, vitfirrt ábyrgðarleysi eða hvað. Vigdís setur þetta upp eins og að Píratar láti bara eins og þetta mál sé í lagi, sem er rangt og hún veit það mætavel.

Hún segir síðan: „Þá segir borgarfulltrúi flokksins að endurskipuleggja þurfi stjórnkerfi borgarinnar vegna þessa máls – það eru stórtíðindi.

Eina ástæðan fyrir því að Vigdís kallar það „stórtíðindi“ er sú að hún vill halda í þá blekkingu að Píratar séu á móti kerfisbreytingum, sem er eins og flest annað í pósti Vigdísar, rangt. Það er hinsvegar það jákvæða sem stendur eftir, að núna er vilji innan ýmissa undirstofnana borgarinnar til að breyta hlutum sem áður var mjög erfitt að breyta, vegna þess að stór og flókin kerfi eru almennt íhaldssöm og streitast við breytingum (og þess vegna, m.a., voru Píratar reyndar stofnaðir).

Síðan segir hún: „En lok fréttarinnar eru best. Þar lýgur borgarfulltrúi beinlínis. Það voru sko sannarlega ekki Píratar sem höfðu frumkvæði að þessari rannsókn – það var sú sem þessi orð ritar. Ef við í Miðflokknum og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu ekki staðið vaktina – hefði braggamálið aldrei orðið opinbert.

Þar er hún að fjalla um orð Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur, borgarfulltrúa Pírata: „Við borgarstjórnarflokkur Pírata höfum haft mikið frumkvæði að því að upplýsa þetta mál, þegar það kom fyrst upp, og lagt mikla áherslu á að allir angar þess yrðu skoðaðir, hverjum steini yrði velt við.

Vigdís er væntanlega að tala um það þegar Miðflokkurinn vakti athygli á málinu þann 2. október 2018 með tillögu að fjórum spurningum um braggann. Sú tillaga var samþykkt, þ.á.m. af meirihlutanum, enda þarf meirihluta til að samþykkja mál. Tillagan finnst í 6. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 2. október 2018. Spurningarnar voru:
1. Hverjir höfðu umsjón með verkinu,
2. hverjir gáfu heimildir fyrir framúrkeyrslunni,
3. hvort verkefnið hafi verið boðið út og
4. hvaða verktakar unnu að verkinu.

Heimild:  https://reykjavik.is/fundargerd/borgarstjorn-2102018

Það er allt í góðu að Vigdís haldi þessu til haga. Tillagan fól hinsvegar einungis í sér fjórar spurningar – mikilvægar spurningar en engan veginn það sem þurfti til að upplýsa málið með þeim hætti sem var gert. Þetta er ekki tillagan sem leiddi af sér rannsóknina og skýrsluna sem upplýsti um málið í kjölfarið. Sú tillaga var lögð fram af meirihlutanum, að frumkvæði Pírata 11. október 2018, sbr. 19. lið fundargerðar borgarráðs þess dags.

Þar stendur:
Borgarráð samþykkir að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að ráðast í heildarúttekt á öllu því ferli sem endurgerð braggans fól í sér. Enginn angi málsins skal vera undanskilinn og allt skal upplýst í þessu máli frá upphafi til enda. Einnig er óskað eftir því að innri endurskoðun Reykjavíkur geri tillögur að umbótum í tengslum við það sem aflaga hefur farið og í bága við vandaða stjórnsýsluhætti.

Heimild: https://reykjavik.is/fundargerdir/fundur-nr-5518

Nú, það var auðvitað alltof vel gert hjá meirihlutanum, þannig að Miðflokkurinn þurfti að búa til nýja sögu, um að Innri Endurskoðun væri ekki nógu sjálfstæð stofnun, sem hún reyndar er, enda bjó hún til skýrsluna sem upplýsti málið, þá sömu og Miðflokkurinn byggir sína réttmætu hneykslun á. Sömu skýrslu og upplýsti málið. Til að vera alveg skýr, þá er það staðfesting þess efnis að Miðflokkurinn hafi haft rangt fyrir sér í því að Innri Endurskoðun væri ekki nógu sjálfstæð. Greinilega var hún það.

Vigdís segir síðan:
Það er siðlaust að ljúga og Píratar eru algjörlega búnir að missa sérstöðu sína í íslenskum stjórnmálum sem varðhundur gegn kerfinu – meiri kerfisflokk er líklega ekki hægt að finna – þegar Píratar komast einhvers staðar í meirihluta breytast þeir í gamaldags kerfisflokks sem reynir að þagga niður mál og gera lítið úr gagnrýnendum.

Já, það er siðlaust að ljúga. En það er líka siðlaust að afvegaleiða kjósendur með því að láta eins og Píratar séu ýmist á bakvið braggamálið, hafi staðið í vegi fyrir að upplýsa það eða vilji ekki gera breytingar á kerfinu í kjölfarið, sem er allt rangt. Píratar komu málinu sjálfu ekkert við, léku eitt af aðalhlutverkunum í því að upplýsa það og eru spenntir fyrir kerfisbreytingum sem munu koma í kjölfarið, eins og Sigurborg, borgarfulltrúi Pírata, nefndi í viðtalinu sem Vigdís tengir í.

Lokaorð Vigdísar, „Sorglegt en satt.“, minna óneitanlega á stíl faglygarans Donalds Trumps, sem er við hæfi vegna þess að þvættingurinn í skrifum hennar er á trumpískan mælikvarða. Rétt er að vísu að þetta sé sorglegt, en rangt er að þetta sé satt.

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...