Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan metnað við skipulagsframkvæmdir í borginni hvort sem það er í skipulags- og samgönguráði eða borgarráði, þar sem ég sit fyrir hönd Pírata. Þó liggi fyrir metnaðarfull stefna er framkvæmdin ekki alltaf í takt við þá stefnu. Um er að ræða dæmi um hvernig við Píratar vinnum. Við erum ekki tilbúin í málamiðlanir sem ganga þvert á okkar kjarnaprinsipp hvort sem það varðar loftslagsmál eða baráttuna gegn spillingu.

Á dögunum upphófst lífleg umræða í kringum þráð á Twitter þar sem bent var á umferðarskilti sem plantað hafði verið beint ofan í splunkunýjan hjólastíg í Borgartúni gegnt Snorrabraut, skilti sem er til þess fallið að setja öryggi hjólandi vegfarenda í hættu og valda óþægindum við umferð þeirra. Staðsetning skiltisins er augljóslega vanhugsuð og þarf að endurskoða. Er þetta því miður dæmi um regluleg tilvik þar sem græn skipulagsstefna meirihlutans í Reykjavík nær ekki nægilega vel fram að ganga við framkvæmd.

Það er varhugavert að það sé háð einstaka kjörnum fulltrúa eða verkefnastjóra hvers verkefnis hversu langt metnaðurinn nær. Við erum með stefnuna í grænu og framsýnu aðalskipulagi og það verður að nýta gagnsæjar leiðir til að tryggja að hún nái fram að ganga, alla leið. Í nýrri umhverfis-, skipulags- og samgöngustefnu Pírata er kveðið á um að ,,samin verði skýr umgjörð um borgarhönnun og gæði byggðar sem innleiði markmið aðalskipulags um græna byggð í deiliskipulagi”. Þessi skýra umgjörð snúi að þáttum sem ekki sé vikið frá við hönnun borgarlands og hvað varðar gæði byggðar. Þetta markmið er tilkomið í stefnu Pírata út af svona tilfellum þar sem græna hugsjónin hefur náð of skammt við framkvæmd þrátt fyrir metnaðarfulla stefnu í aðalskipulagi.

Slíkur skýr rammi ætti að ávarpa að við hönnun svæða sé fyrst ákveðið hvernig best er fyrir gangandi og hjólandi að komast um. Að kveðið sé á um lágmarksbreidd óskerts göngu- og hjólarýmis án skiltunar eða götugagna á gangstéttum og hjólastígum og um hámarksbreidd bílagatna og takmarkaðan beygjuradíus til að tryggja hægfara borgarumferð. Að hjólastígar skuli ekki hlykkjast nema í algjörum neyðartilvikum. Að þar sem þurfi að koma fyrir bílastæðum sé alltaf fyrst reynt að leysa þau með í fyrsta lagi sem fæstum stæðum, þá miðlægum bílahúsum sem styðji þó við tengslamyndun og lýðheilsu innan hverfa, þar á eftir bílakjöllurum og einungis sé gripið til bílastæða á yfirborði ef nauðsyn krefur með sérstökum rökstuðningi. Tryggð sé næg jarðvegsþykkt á bílakjöllurum svo ávallt sé nægur gróður og ekki komi fyrir annað Hafnartorgstilfelli þar sem einungis er hægt að bjóða upp á gróður í kerjum. Að hjólageymslur séu aðgengilegar sem næst inngöngum húsa en ekki grafin lengst ofan í niðurgrafin hyldýpi. Og ég gæti haldið lengi áfram.

Þessi upptöldu atriði sem þyrfti að ávarpa innan svona ramma hljóma kannski eins og smáatriði en þetta eru sannarlega atriði sem skilja milli meginkjarna borgar þar sem ríkir raunverulegt valfrelsi um það að ganga, hjóla eða nýta almenningssamgöngur og svo borgar þar sem bíllaus lífsstíll er krúttlegt jaðarsport fólks sem nennir að leggja á sig allskonar vesen. Ef við ætlum að skapa alvöru tækifæri til þess að sleppa því að nota einkabílinn til ferða í daglegu lífi þá verður að ganga alla leið. Við Píratar teljum okkur vita hvernig og höfum sett það í stefnuna okkar fyrir kosningarnar. Næsta skref er að koma því í meirihlutasáttmála ef borgarbúar kjósa að styðja okkur.

Við myndum aldrei sætta okkur við að staðsetja þetta skilti á miðri götunni. Af hverju þá að staðsetja það á miðjum hjólastíg? Píratar gera kröfu um fyrsta flokks hjólastíga og fyrsta flokks borgarhönnun vegna þess að það er það sem fólk á skilið.

Píratar standa fyrir heiðarleg stjórnmál, þar sem stefna er ekki bara orð á blaði heldur stendur fyrir raunverulegar gjörðir.

Dóra Björt er oddviti Pírata í Reykjavík

Upprunaleg birtingvisir.is

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...