Betri samskipti við almenning?

Í umræðum um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar þar sem stjórnvöld setja sér stefnu fyrir næstu fimm ár spurði ég forsætisráðherra eftirfarandi spurningar:

Stefnumótun í opinberum fjármálum er nú gagnsærri en undanfarin ár með innleiðingu velsældarviðmiða í fjármálaáætlun. Fyrstu skrefin eru ágæt en það eru nokkur atriði sem mætti bæta. Það mætti til dæmis hafa samantekt sem nær yfir öll málefnasviðin fyrir hvern velsældarmælikvarða þannig að það sé hægt að sjá ætluð heildaráhrif og kostnað.

Í fjármálaáætluninni er fjallað um velsældaráherslur ríkisstjórnarinnar en þær eru andlegt heilbrigði, öryggi í húsnæðismálum, virkni í námi og starfi, kolefnislaus framtíð, gróska í nýsköpun og betri samskipti við almenning.

Nú langar mig til þess að spyrja forsætisráðherra um síðustu áhersluna, betri samskipti við almenning og gríp þá til umsagnar Jóns Ólafssonar við stjórnarskrárfrumvörpum forsætisráðherra.

Úr frétt stundarinnar#125 Grein úr Stundin#125

Þetta kemur frá formanni starfshóps forsætisráðherra um traust á stjórnmálum. Ég spyr því, er það nóg að segjast vilja betri samskipti við almenning en gera ekkert við þau samskipti ef niðurstöðurnar eru ekki þóknanlegar stjórnvöldum?”

Svar forsætisráðherra var á þann hátt að það væri bara jákvætt að þetta mál væri nú í samráðsgáttinni að safna athugasemdum. Að tekið yrði tillit til þeirra umsagna og þar fram eftir götunum. Það eru tvö vandamál við það svar. Til að byrja með fjallaði gagnrýnin einmitt um að þau drög sem forsætisráðherra lagði fram virtust ekki taka neitt tillit til fyrra samráðs. Að ekki væri gerð nein tilraun til þess að útskýra af hverju ekki. Seinna vandamálið er alvarlegra því það fjallar um niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu. Alls voru það rúmir tveir þriðju kjósenda sem greiddu atkvæði um að leggja ætti tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Að frumvarpi. Ekki frumvörpum. Það var ekki kosið um hvort það ætti að búta niður heildstætt frumvarp til þess að stjórnvöld gætu innleitt það sem þeim er þóknanlegt.

Það er því augljóst að sama hvað forsætisráðherra segir, þá er núverndi ferli stjórnarskrárbreytinga ekki að uppfylla niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu. Áform um að klára endurskoðun stjórnarskrárinnar á tveimur kjörtímabilum er telst heldur ekki að uppfylla niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Enn fremur þá er það fjármagn sem hefur hingað til verið notað til þess að styðja við starf nefndar um endurskoðun stjórnarskrár ekki lengur að finna í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir næsta kjörtímabil.

Stjórnmálamenn valdaflokkanna hafa verið staðnir að því að snúa út úr og mála aðra mynd en beðið var um. Það er ekkert nýtt á ferð hérna nema endurtekið efni valdhafa að hunsa lýðræðislegar niðurstöður.

Kommentakerfi Pírata

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...