Píratar XP

Betri Hafnarfjörður

ÁHERSLUR PÍRATA Í HAFNARFIRÐI

Árið 2011 tók höfuðborg Íslands upp á því að bjóða íbúum að setja hugmyndir á vef og “kjósa upp” bestu hugmyndina. Vefurinn var þróaður af einkaframtaki sem er sjálfseignastofnun. Fleiri bæir hafa tekið upp á þessu, þar á meðal Hafnarfjörður. Þar sem vel hefur tekist til hefur þessi vefur orðið að gagnlegri uppsprettu hugmynda fyrir bæjaryfirvöld, tillögum verið tekið fagnandi, athugasemdum svarað og hugmyndirnar settar í ferli og framkvæmdar. 

Á Betri Hafnarfjörður er að finna fjölmargar hugmyndir sem íbúar hafa sett inn sem óvíst er að hafi náð til stjórnenda í bænum, eða í það minnsta fer lítið fyrir svörum fulltrúa bæjarins við hinum ýmsu áhugaverðu tillögum sem íbúar hafa sett fram. Þar er þó hlekkur á vefsíðu Hafnarfjarðar þannig að eitthvað hlutverk hlýtur bærinn að hafa fyrir Betri Hafnarfjörð, því ekki trúum við því að einungis sé um sýndargjörning að ræða.

Píratar í Hafnarfirði leggja áherslu á að Betri Hafnarfjörður þjóni sem raunverulegur samráðsvettvangur. Hugmyndir íbúa þar eru sýnilegar, en þurfa að vera skoðaðar af fulltrúa bæjarins, þær bestu ættu undantekningarlaust að verða að raunveruleika. Píratar vilja tryggja að fulltrúi Hafnarfjarðar eða talsmaður bæjarbúa hafi það hlutverk að sinna þessum fína íbúavef og vinna að framgangi málefna. 

Albert Svan Sigurðsson, frambjóðandi í 3. sæti fyrir Pírata í Hafnarfirði 2022

Upprunaleg birtingFjarðarfréttir

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þetta vilja Píratar gera fyrir yngstu íbúa Kópavogs

Barn sem fæðist í dag á rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi með forsjáraðilum sínum (gefum okkur að...

Kosningaframkvæmd 2022

Á laugardaginn er kjördagur og því utankjörfundi að ljúka. Því er ekki úr vegi að líta til...

Nóg komið

Ég veit ekki hvað mér þykir verst í þessu. Er það sjálf salan á Íslandsbanka, þar sem...

Hús­næðiskrísa!

Það er mikill skortur á húsnæði, það dylst engum. Það er ólíðandi ástand, ekki síst vegna þess...

Óheiðarleg stjórnmál

Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu...

Þess vegna bjóðum við okkur fram

Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Hversu löng eru fjögur ár?

Mig langar að stunda stjórnmál þar sem íbúar bæjarins fá að segja skoðun sína oftar en á...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má nefna Reykjavík, Hafnarfjörð,...
X
X
X