Píratar XP

Betra sam­fé­lag með betri spillingar­vörnum

Skömmu fyrir áramót leitaði Fréttablaðið til formanna þeirra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á alþingi og óskaði eftir að vita hvernig þeir horfa fram á veginn fyrir nýhafið ár 2020.

Margt hefur áunnist á þeim árum sem Píratar hafa átt fulltrúa á Alþingi og nú þegar litið er yfir farinn veg sjást þau vel, sporin sem flokkurinn hefur markað í landslagi íslenskra stjórnmála. Það á líka við um margar þær samfélagsumbætur sem Píratar hafa barist fyrir og knúið í gegn.

Atburðir undanfarinna ára hafa sýnt það og sannað að stefnumál Pírata um aukin borgararéttindi, vernd tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífsins, aukið gagnsæi og ábyrgð, upplýsingafrelsi og lýðræðisumbætur skipta lykilmáli í samfélagi framtíðarinnar.

Stórt og viðvarandi vandamál á Íslandi er sú spilling sem teygir rætur sínar inn í grunnstoðir samfélagsins. Eins og dæmin hafa sýnt undanfarin misseri, þá er það spillingin sem grefur undan lýðræði og vernd mannréttinda, sem veiklar hagkerfið og skaðar viðskiptalífið, veikir stjórnsýslu og grefur undan trausti á opinberum stofnunum. Spillingarsögur Björns Levís Gunnarssonar sýndu okkur hvað spilling er útbreitt vandamál í okkar samfélagi. Spilling, sem svo augljóslega þrífst í skjóli frændhygli, leyndarhyggju og vísvituðum skorti á eftirliti og raunverulegu lýðræði.

Píratar berjast gegn spillingu vegna þess að þannig sköpum við betra og sanngjarnara samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Gagnsæið, sem við Píratar leggjum svo mikla áherslu á, er forsenda fyrir ábyrgri og upplýstri þátttöku almennings í mótun samfélagsins. Fólk þarf að geta treyst því að upplýsingar séu auðfáanlegar og leyndarhyggja engin, að ráðamenn séu dregnir til ábyrgðar vegna gjörða sinna, að uppljóstrarar njóti verndar, að eftirlit sé sanngjarnt en áhrifaríkt, að lögreglan sé hlutlaus en mannleg og að störf Alþingis snúist um almannahag frekar en sérhagsmuni.

Við Píratar höfum þann pólitíska vilja. Með áhrifaríkum vörnum gegn spillingu tryggjum við að málefnaleg sjónarmið ráði för við ákvarðanatöku ríkisins. Með traustum vörnum gegn spillingu stuðlum við að því að auðlindum þjóðarinnar sé útdeilt á sanngjarnan hátt. Með sterkum vörnum gegn spillingu tryggjum við að allir sem byggja þetta land hafi jöfn tækifæri gagnvart stjórnsýslunni, gagnvart löggjafanum og gagnvart samfélaginu öllu. Og við vinnum sannarlega að sanngjarnara og betra samfélagi með vörnum gegn spillingu.

Spillingarvarnir kosta ekki mikið í krónum talið, en þær kalla á pólitískan vilja og þor sem ekki hafa verið fyrir hendi hingað til. Og það þrátt fyrir að vitað sé að útgöld við sterkar spillingarvarnir og stöndugar eftirlitsstofnanir skila sér margfalt til baka.

Ímyndum okkur skatttekjurnar sem við verðum af út af þeim 47 milljörðum sem streyma úr landi inn í aflandsfélög og aftur út í gegnum um svissnesk kreditkort íslenskra auðmanna. Ætli heilbrigðiskerfið okkar hefði ekki gott af þeim milljörðum?

Ímyndum okkur hvað er hægt að gera fyrir þá um það bil 10 milljarða sem sameiginlegir sjóðir allra landsmanna verða af árlega. Fyrir þessa upphæð væri hægt að ljúka framkvæmdum við 15 ára samgönguáætlun á 10 árum. Tvöfalda fjármagn til umhverfis- og loftslagsmála á hverju ári. Þrefalda framlög í helstu nýsköpunarsjóði landsins. Eða einfaldlega hækka persónuafslátt hjá öllum um 4.000 krónur á mánuði.

Við Píratar vitum að við getum gert svo miklu betur, og skapað svo miklu betra samfélag með öflugum gagnsæiskröfum og spillingarvörnum. Við viljum efla gagnsæiskröfur til starfsemi íslenskra fyrirtækja erlendis. Við viljum efla eftirlit með fjármagnsflutningum milli landa og herða skattaeftirlit innanlands. Við viljum setja bann við þunnri eiginfjármögnun, auka varnir í peningaþvættismálum og efla eftirlit með lágskattaríkjum. Við viljum lögfesta skýrari og öflugri uppljóstraravernd.

Þessar sömu aðgerðir myndu einnig gera það að verkum að við værum ekki á gráum lista FATF, heldur værum við með traust og viðurkennt fjármálakerfi. Og fyrir þessu öllu munum við berjast hér eftir sem hingað til.

En mikilvægasta skrefið í því að efla gagnsæi og útrýma spillingu er án efa samþykkt nýrrar stjórnarskrár á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs. Við Píratar höfum alla tíð lagt áherslu á nauðsyn þess að endurskoða núgildandi stjórnarskrá.

Það var ófrávíkjanleg krafa okkar í stjórnarmyndunarviðræðunum 2017 að vinnan við hana yrði kláruð á einu kjörtímabili. Í nýju stjórnarskránni er einmitt að finna virka uppljóstraravernd, auðlindaákvæði sem hamlar auðlindabraski og öflugar lýðræðisbremsur fyrir almenning að grípa til þegar þingið ratar á villigötur.

Árið 2019 færðist mikill kraftur í baráttuna fyrir nýju stjórnarskránni. Ákall almennings um nýja stjórnarskrá byggða á tillögum stjórnlagaráðs hefur orðið mun skýrara með tíðum útifundum í kjölfar Samherjamálsins. Á vormánuðum lögðu Píratar fram nýtt stjórnarskrárfrumvarp byggt á tillögum Stjórnlagaráðs og þeim breytingum sem gerðar voru á því frumvarpi í meðförum Alþingis. Slíkt heildarrit hafði ekki litið dagsins ljós áður en Píratar tóku það saman, en með því var opnað á þann möguleika að halda áfram vinnunni við setningu nýrrar stjórnarskrár þar sem frá var horfið árið 2013. Á núverandi þingi flytur Samfylkingin málið ásamt Pírötum, sem sýnir ört breikkandi samstöðu á þingi við þetta mikilvægasta mál samtímans.

Nú skiptir öllu máli að við sem samfélag stöndum saman og knýjum á um raunverulegar lýðræðisumbætur og kerfisbreytingar svo við getum gert enn betur hér eftir en hingað til. Lögfesting nýrrar stjórnarskrár er hið augljósa fyrsta skref.


Hljóðbókasafn Pírata | Nýja íslenska stjórnarskráin

Upprunaleg birtingFréttablaðið

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þetta vilja Píratar gera fyrir yngstu íbúa Kópavogs

Barn sem fæðist í dag á rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi með forsjáraðilum sínum (gefum okkur að...

Kosningaframkvæmd 2022

Á laugardaginn er kjördagur og því utankjörfundi að ljúka. Því er ekki úr vegi að líta til...

Nóg komið

Ég veit ekki hvað mér þykir verst í þessu. Er það sjálf salan á Íslandsbanka, þar sem...

Hús­næðiskrísa!

Það er mikill skortur á húsnæði, það dylst engum. Það er ólíðandi ástand, ekki síst vegna þess...

Óheiðarleg stjórnmál

Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu...

Þess vegna bjóðum við okkur fram

Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Hversu löng eru fjögur ár?

Mig langar að stunda stjórnmál þar sem íbúar bæjarins fá að segja skoðun sína oftar en á...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má nefna Reykjavík, Hafnarfjörð,...
X
X
X