Barnvænasti bær landsins

Sem móðir þriggja barna á aldrinum fjögurra til níu ára þekki ég af eigin raun hvað öflugir leik- og grunnskólar, íþrótta- og frístundastarf skipta bæjarfélagið okkar miklu máli. Við í Kópavogi erum heppin að hér starfi kennarar og leiðbeinendur, bæði í skólum og barnastarfi, sem hafa metnað og löngun til að hlúa vel að yngstu íbúum bæjarins og stuðla að því að börnin okkar séu tilbúin fyrir næstu skref í lífi sínu. Því eins og sagt er: Lengi býr að fyrstu gerð.

Þrátt fyrir að skólar séu bundnir af námskrá er ótal margt sem við í Kópavogi getum gert til að bæta umhverfi barnanna í bænum. Við getum veitt þeim og starfsfólki margvíslegan stuðning, aðstoð og utanumhald og þannig stuðlað að heilsu og vellíðan í öllu starfi með börnum.

Píratar í Kópavogi eru með metnaðarfulla stefnu í málefnum barna. Hún er í 50 liðum og því ómögulegt að gera henni allri skil í þessari stuttu grein. Leiðarstefið okkar er að barnið og þarfir þess séu í öndvegi, sem og mikilvægi þess að efla og virða fagmennsku í öllu starfi með börnum bæjarins. Markmiðið er að allt barnastarf og þjónusta við börn mótist frá þörfum barnsins fremur en kerfisins þannig að barnið fái alltaf að njóta vafans. Enda er það svo að börnum sem líður vel farnast vel.

Til þess að svo megi verða er að mörgu að huga. Til að mynda viljum við að öllum börnum bjóðist leikskólapláss í nærumhverfi sínu að loknu fæðingarorlofi en forsjáraðilar geti að öðrum kosti fengið heimgreiðslur meðan beðið er. Við viljum efla tækifæri fjölskyldna til að verja meiri tíma saman og stuðla þannig að öruggri tengslamyndun barna og forsjáraðila. Við viljum tryggja jafnréttis-, hinsegin-, kynja- og kynfræðslu fyrir öll börn á öllum skólastigum og í félagsmiðstöðvum. Ennfremur viljum við að öll börn geti notið góðs af íþrótta- og tómstundastarfi til 18 ára aldurs í skjóli fyrir afreksmiðaðri nálgun, og styðja vel við heimili í viðkvæmri stöðu. Meginmarkmiðið er skýrt: Að kerfi bæjarins gangi í takt svo að börn, fjölskyldur þeirra og starfsfólk fái stuðninginn sem þau þurfa til að næstu kynslóð bæjarbúa farnist vel.

Sem fyrr segir er þetta aðeins brot af því sem við Píratar viljum gera í málefnum barna í Kópavogi. Ef þú hefur áhuga á að kynna þér stefnumálin okkar betur getur þú nálgast þau í heild sinni á vef okkar, piratar.is/kopavogur. Ég er sannfærð um að áherslur okkar Pírata munu gera Kópavog að barnvænasta bæ landsins og ég vona að við fáum þitt traust til að hrinda þeim í framkvæmd.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, oddviti Pírata í Kópavogi

Upprunaleg birtingkgp.is

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...