Aukið gagnsæi í stjórnsýslu Kópavogs

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum nýverið tillögu Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar um að birta fylgigögn með fundargerðum bæjarstjórnar, bæjarráðs og fastanefnda á vef bæjarins. Í nýsamþykktum reglum bæjarstjórnar kemur fram að samhliða birtingu fundargerða á vef Kópavogsbæjar skulu almennt gerð aðgengileg þau gögn sem varða viðkomandi mál og fylgdu fundarboði eða lögð voru formlega fram á viðkomandi fundi. Sérstaklega skal gæta þess að birta öll skjöl sem liggja til grundvallar ákvörðun í máli, nema lög, persónuverndarsjónarmið eða eðli máls leiði til annars. Breytingarnar taka gildi frá fyrsta fundi bæjarstjórnar haustið 2020 en fram að því verður unnið að útfærslu og kynningu á þessu aukna aðgengi Kópavogsbúa að upplýsingum um stjórnsýslu bæjarins.


Þetta er langþráð breyting en fulltrúar Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur tóku þátt í að koma þessu verklagi á þar árið 2016. Með þessu eru stigin mikilvæg skref í átt að auknu gagnsæi. Almenningi gefst nú kostur á að kynna sér forsendur mála sem eru til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarstjórn og fastanefndum án þess að þurfa að óska sérstaklega eftir þeim. Þetta einfaldar þannig um leið vinnu fjölmiðla sem vilja nálgast gögn og starfsfólks í þjónustuveri sem áður sá um að útvega þau samkvæmt beiðnum hverju sinni.


Lengi vel hefur tíðkast í íslenskri stjórnsýslu að hafa aðgangshindranir að opinberum gögnum, en slíkt tryggir að aðeins þeir sem þekkja hindrunarbrautina geti aflað sér gagna. Fjölmörg dæmi er enn um slíkt, svo sem aðgangur að ársreikningaskrá og Lögbirtingablaðinu, svo fátt eitt sé nefnt. Píratar hafa ávallt staðið gegn slíku framferði, enda er jafnt aðgengi að upplýsingum jafn mikilvægt í lýðræðissamfélagi og tjáningarfrelsi.
-Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata.

Upprunaleg birtingKópavogsblaðið

Kommentakerfi Pírata

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...