Átta útreiknaðar klukkustundir

Píratar lögðu nýlega fram frumvarp um styttri vinnuviku að frumkvæði Björns Levís Gunnarssonar, en það má lesa hér: Stytting vinnutíma – (eins og ávallt mæli ég með því að fólk lesi greinargerð fyrst, þegar það ætlar að kynna sér frumvarp).

Það er eitt sem er þess virði að nefna í sambandi við 8 tíma vinnudaginn. Maður gefur sér kannski fyrirfram að einhvern tíma hafi einhverjir sérfræðingar setist niður við borð og reiknað það út á gaumgæfilegan hátt að 8 tímar væru rökrétt viðmið fyrir hámarks framleiðni, og þess vegna sé þetta nú svona.

Svo er hinsvegar ekki.

8 tíma vinnudagurinn á sér uppruna úr iðnbyltingunni og átti mesta umræðan sér stað á 19. öld, löngu áður en við höfðum bíla, síma, tölvur og fleiri uppfinningar sem ættu að hafa sparað okkur heilmikinn daglegan tíma síðan þá og margfaldað framleiðni. Það voru (og eru) einfaldlega 24 klukkustundir í sólarhring og þá þótti einfalt að krefjast 8 tíma fyrir svefn, 8 tíma fyrir einkalíf og 8 tíma fyrir vinnu. Formúlan er í rauninni bara sólarhringur, deilt með þremur. Þetta er ekkert nánar reiknað út heldur en það.

Eftir stendur því spurningin hversu langur vinnudagur, í nútímasamfélagi, er heppilegastur fyrir hámarks framleiðni. Nákvæmlega ekkert bendir til þess að það séu 8 tímar. Þvert á móti er ýmislegt sem bendir í þveröfuga átt. Hér er til dæmis frétt um fyrirtæki á Íslandi sem hefur tekið upp styttri vinnuviku: Vinna minna en afkasta meira.

En síðan er líka hitt, að eftir alla þessa framleiðniaukningu og með öllum þessum uppfinningum og tækniframförum sem hafa átt sér stað á 20. og 21. öldinni, þá bara stenst það enga skoðun að við þurfum að vinna svona mikið til að halda uppi góðum lífskjörum. Tími frá vinnu er lífsgæði í eðli sínu, jafnvel ef maður hefur gaman af vinnunni sinni og við eigum alveg að hafa efni á því, af sömu ástæðu og að við höfum betur efni á þeim ýmsu lífsgæðum sem bjóðast í nútímanum. Reyndar, þá gæti maður spurt sig; til hvers að vera sífellt að vinna að tækniframförum, ef ekki einmitt til þess að láta vélar gera fyrir okkur það sem annars þarf manneskjur til?

Kommentakerfi Pírata

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...