Árborg er stórborg

Álfheiður Eymarsdóttir Pírati er oddviti Áfram Árborgar, framboðs Viðreisnar, Pírata og óháðra í Árborg

Árborg er sveitarfélag í örum vexti og breytist hratt. Þar sem áður þekktu allir alla, er nú komin borgarbragur á sveitarfélagið okkar. Ef sveitarfélagið á að halda í við þessar öru breytingar og mikla vöxt, þá þarf stjórnsýslan að þróast með. Ef við ætlum að halda sveitarfélaginu sem óskastað ungs fjölskyldufólks, viðhalda vexti og grunnþjónustu fyrir alla þá höfum við ekki efni á því að taka afdrifaríkar ákvarðanir í heita pottinum, í fermingarveislum eða reykmettuðum bakherbergjum. Fólksfjölgunin er tækifæri, vaxtarverkirnir eðlilegir og við eigum að líta á meiri útgjöld sem fylgja örum vexti sveitarfélagsins sem fjárfestingu í framtíðinni. Þetta er lúxus vandamál á meðan mörg byggðarlög eru skilgreind sem brothættar byggðir eða eru í vanda vegna fólksfækkunar. Við hjá Áfram Árborg lítum á þetta sem lúxus tækifæri.

Vönduð vinnubrögð

Þá ríður á vönduð vinnubrögð við alla ákvarðanatöku og stranga forgangsröðun.

Allra mikilvægast er að vanda til verka, hafa til reiðu nauðsynleg gögn og taka upplýstar ákvarðani. Ákvarðanir um hvaða framkvæmdir og fjárfestingar er lagst í, ákvarðanir um hvar þurfi að bæta í rekstrarfé, hvar þarf meira fólk á gólfinu til að veita þjónustuna og hvernig laun það á skilið og að lokum, hvað má bíða betri tíma. Þá er líka nauðsynlegt að halda vel á fjármálum og forgangsraða fjármunum í það sem skiptir mestu máli: Grunnþjónustu við íbúa, lögbundin verkefni sveitarfélagins, framkvæmdir og verkefni sem ríma inn í þá björtu framtíðarsýn sem við sjáum fyrir stórborgina Árborg.

Fúsk er dýrt – framsýni borgar sig

Við megum ekki við því að henda skattfé í það sem skiptir litlu máli og er illa úthugsað. Við höfum ekki efni á að eyða fjármunum vegna málssókna á hendur sveitarfélaginu vegna óvandaðrar ákvarðanatöku. Árborg eyðir of miklum tíma og fjármunum í að slökkva elda, að bregðast við í stað þess að móta stefnu til framtíðar og fylgja henni. Við eigum dýrmætan mannauð sem okkur ber skylda til að nýta vel og hlusta á. Sveitarfélagið nýtir ekki nægilega vel sérfræðiþekkingu sem liggur í nefndum, hjá starfsfólki og íbúum. Margt af þessu hefur batnað til muna á nýliðnu kjörtímabili en við þurfum enn að gera betur.

Í of mörgum tilfellum fara málefni framhjá nefndum sveitarfélagsins og send beint í bæjarráð eða til bæjarfulltrúa. Oft eru þau illa reifuð og lítið undirbúin en það er strax tekin ákvörðun. Það er svo happa og glappa hvort ákvörðunin var skynsamleg eða ekki.

Nefndir sveitarfélagsins eru ekki til skrauts. Þær hafa hlutverk, sumar hverjar lögbundið hlutverk og eiga að sinna því. Sem dæmi er fjárhagsáætlun Árborgar ítrekað farin beint til bæjarfulltrúa án þess að viðeigandi nefnd fjalli um rekstur viðeigandi málaflokks og sendi til bæjarstjórnar vel ígrundaða tillögu um fjárhagsáætlun næsta árs.

Þetta myndi létta vinnuna fyrir bæjarfulltrúa, fylgigögn og rökstuðningur lægi fyrir þegar þeir fá áætlanir í hendur. Ég vil einnig benda á að þegar ákvarðanir eru teknar án þess að hafa gengið í gegnum réttan,

stjórnsýslulegan farveg þá er það brot á lögum og eykur líkurnar á því að ákvarðanir geti orðið íbúum dýrkeyptar, hlutir fari fram úr fjárhagsáætlunum vegna óvandaðra vinnubragða og þess vegna erum við að drukkna úr viðaukum við fjárhagsáætlun.

Hugsum ekki í kjörtímabilum

Við hjá Á lista Áfram Árborgar leggjum mikla áherslu á vönduð vinnubrögð og fagmennsku sem tryggir betur að þetta einstaka tækifæri Árborgar fari ekki forgörðum, fjármunir séu nýttir betur, grunnþjónusta sé örugga og fumlaus og ákvarðanataka faglegri. Það vill enginn búa í sveitarfélagi sem fjárfestir ekki í velsæld íbúa en hendir þess í stað fjármunum í óþarfar framkvæmdir, málssóknar kostnað og skaðabætur vegna lélegrar stjórnsýslu. Við þurfum ekki á neinum Bragga að halda. Sýnum framsýni og pólitískt hugrekki til að breyta og bæta. Framtíðin er núna! Kjósum x-Á

Álfheiður Eymarsdóttir, stjórnmálafræðingur, varabæjarfulltrúi og oddviti Á lista Áfram Árborgar.

Upprunaleg birtingvisir.is

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...