Alþingi fyrir öll

Úr störfum þingsins 17. mars 2021

Í lögum um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru hér nýlega á alþingi segir í 1. grein:

„Lög þessi kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og miða þannig að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar.“

Við erum ekki öll menn. Sama hversu mikið og mörg vilja svo gjarnan halda í þessa tilgangslausu málvenju þá er það einfaldlega svo að við skilgreinum okkur ekki öll sem sískynja karlmenn. Við erum öll alls konar og höfum öll rétt til þess að borin sé virðing fyrir okkar kyneinkennum, kyngervi, kynvitund, kyntjáningu og líkamlegri friðhelgi okkar.

Ákveðin mótstaða hefur verið gagnvart því að nota kynhlutlaust mál – en auðvitað á Alþingi og opinberar stofnanir að vera leiðandi í því að koma að nýjum málvenjum. Það er eðlilegt fyrir tungumál að þróast og ákveðinn elítismi fólginn í því að viðhalda tilgangslausum kynjuðum málvenjum sem útskýrist kannski af hræðslu við breytingar og tilfinningum um að verið sé að ganga á rétt hinna ráðandi sískynja kvenna og karla.

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, benti nýlega á í pistli sínum:

„Mörgum finnst þessi orð hljóma undarlega og jafnvel vera kjánaleg. Það er alveg eðlilegt – ný orð verka yfirleitt framandi á okkur. Það þarf að venjast þeim, og það tekur tíma. Mörg orð sem við notum athugasemdalaust og umhugsunarlaust á hverjum degi þóttu undarleg þegar þau komu fyrst fram. Einn helsti nýyrðasmiður landsins á síðustu öld, Halldór Halldórsson prófessor, sagði að það þyrfti að segja nýtt orð 60 sinnum til að venjast því. Prófið það!“

Á vefsíðunni otila.is er að finna hugtök sem ná yfir hinsegin veruleikann og leggja grunninn að skilningi á hinsegin málefnum. Kynnum okkur málin og tökum þátt í þessari mikilvægu breytingu á málvenjunum okkar – við töpum ekkert á því!

Alþingi á að vera fyrir okkur öll. Lög eiga að vera fyrir okkur öll. Samfélagið á að vera fyrir okkur öll.

Hán, hé, hín, kvár, stálp og mön.

Kommentakerfi Pírata

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...