Áherslur sem skipta máli

Haraldur R. Ingvason og Hildur Björg Vilhjálmsdóttir skrifa

Píratar í Hafnarfirði hafa tekið saman 11 áherslur fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og eru þær sundurliðaðar í aðgerðapunkta sem finna má á heimasíðu Pírata. Áherslurnar eru aðgengilegar á þremur algengustu tungumálum landsins, sem er í samræmi við við áherslur Pírata á fjölmenningu og lýðræði.

Píratar leggja mikið upp úr samráði við íbúa og aðgengi íbúa að upplýsingum og ákvarðanatöku. Þetta á við á öllum sviðum, svo sem hvað varðar skipulag, almannaþjónustu og umhverfismál. Því verða öflug hverfisráð og umboðsmaður bæjarbúa hryggjarstykkið í lýðræðisbænum Hafnarfirði.

Leikskólastarf er ómetanlegur þáttur samfélagsins og ber að launa sem slíkan. Píratar vilja brúa bil milli fæðingarorlofs og leikskóla en einnig viljum við koma á sveigjanlegum vistunartíma og styðja enn frekar við styttingu vinnuvikunnar. Þannig tryggjum við grunninn að fjölskylduvænu velferðarsamfélagi. Píratar vita að fjölbreytt tómstundastarf er mikilvægt öllum aldurshópum, en andlegt og líkamlegt heilbrigði hefur afgerandi áhrif á lífsgæði fólks á öllum aldri. Píratar tala fyrir því að ávallt skuli standa vörð um mannlega reisn, friðhelgi einkalífs og sjálfsákvörðunarrétt. Þetta á sérstaklega við hjá eldra fólki og ýmsum hópum fólks í viðkvæmri stöðu. Og það verður aldrei of oft sagt að Píratar hafna alfarið ofbeldi, rasisma og fordómum í öllum myndum.

Píratar leggja  mikla áherslu á að vinna að skipulagsmálum og innviðauppbyggingu í samstarfi við nágrannasveitarfélögin. Píratar vilja að Hafnarfjörður skipi sér í forystu hvað umhverfismál varðar, með verndun útivistarsvæða og fjölgun rafhleðslustöðva, með því að efla örflæði og almenningssamgöngur og stefni ótrauður á hringrásarhagkerfi og þéttingu byggðar.

Áherslur Pírata eru byggðar á faglegum grunni með velferð allra núverandi og framtíðar íbúa að leiðarljósi. Píratar standa fyrir gagnsæi, heiðarleika og lýðræðisleg stjórnmál. Kjósum Pírata.

Upprunaleg birtingfjardarfrettir.is

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...