Áherslur Pírata í Hafnarfirði

Flestum íbúum Hafnarfjarðar þykir gott að búa í bænum sínum. Píratar horfa samt til þess sem bæta þarf, eru óhrædd við breytingar og taka öllum hugmyndum fagnandi hvaðan sem þær koma. Píratar vinna með öllum þeim þar sem áherslur og stefnur fara saman.

Píratar í Hafnarfirði leggja mikla áherslu að veita athygli þeim hópum sem orðið hafa útundan, með það í huga að bæta stöðu þeirra. Efla þarf skapandi greinar, smáverslun og þjónustu í bænum, Nú stefnir í töluverða íbúafjölgun sem og fjölgun ferðafólks og því er einstakt tækifæri til að efla á sama tíma þjónustu við mannlífið og skapa enn betri bæ. Þá er einnig upplagt að undirrita nýja samninga við álfana í bænum og byggja enn frekar upp víkingabæinn, svo fátt eitt sé nefnt.

Þá telja Píratar í Hafnarfirði nauðsynlegt að sinna íbúum betur hvað varðar andlega heilsu, frístundir og útivist. Frístundastyrkinn þarf að laga þannig að fleiri börn geti nýtt sér hann sem valkost, en 30% barna hafa ekki nýtt frístundastyrk sinn á síðustu árum. Ráðast þarf í bæjarátak til að takast á við margvíslegan tilfinningavanda sem bæði yngri og eldri kynslóðir glíma við. Þar eru Píratar með faglegar tillögur sem gætu skilað árangri.

Samhliða þéttingu byggðar þarf að standa vörð um græn svæði og útivistarsvæð. Þótt aðeins sé horft til lýðheilsusjónarmiða þá er afar skynsamlegt að gera útivistarsvæðin innan bæjarins og í jöðrum byggðarinnar aðgengileg öllum íbúum Hafnarfjarðar, m.a. á Ásfjalli, Hamrinum og í kringum hraunin í bænum.

Píratar í Hafnarfirði leggja þunga áherslu á að orkuskiptum verði hraðað, hleðslustöðvum fjölgað, almenningssamgöngur bættar meðan beðið er eftir Borgarlínu og sérstaklega horft til örflæðislausna og deilibíla. Horfa þarf til hringrásarhagkerfisins við alla stefnumörkun.

Haraldur R. Ingvason og Hildur Björg Vilhjálmsdóttir, frambjóðendur í 1. og 2. sæti fyrir Pírata í Hafnarfirði

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...