Áfram stelpur!

Álfheiður Eymarsdóttir og Lind Draumland Völundardóttir skrifa í tilefni kvenréttindadagsins.

19. júní árið 1915 fengu konur 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Baráttan fyrir þessum sjálfsögðu réttindum kvenna hafði þá staðið yfir í um 30 ár. Baráttan stóð bæði gagnvart Alþingi Íslendinga, viðhorfi almennings en ekki síst Dönum sem voru þessu mótfallnir.  Bríet Bjarnhéðinsdóttir og Ingibjörg H. Bjarnason ásamt fleiri mætum konum stóðu vaktina og tryggðu okkur þessi réttindi. Það var svo ekki fyrr en þremur árum seinna með nýjum sambandslagasamningi við Dani sem aldursákvæðið var fellt út og árið 1920 fengu konur á Íslandi kosningarétt til Alþingis til jafns við karla. Konur höfðu fengið takmarkaðan rétt til kosninga til sveitarstjórna árið 1882 sem var jafnaður á við karla árið 1908.

Er kosningaréttur kvenna mikilvægur? Nemendur Lindar segja gjarnan að það sé tilgangslaust að kjósa flokka á fjögurra ára fresti, kjósa fólk til að sitja á Alþingi sem gerir lítið sem ekkert í augum þessa unga fólks.  En líflegar umræður meðal nemenda og kennara um það hvað felst í lýðræðinu, að hafa áhrif á ákvarðanatöku um málefni sem varða eigið líf og tilveru, umhverfi og samfélag og útskýringar á rétti einstaklingsins og fleira því tengt, þá jánka jú flestir nemendanna á endanum að kosningaréttur sé mikilvægur.

Þegar svo minnst er á að það séu ekki nema rétt rúm 100 ár síðan konur á Íslandi fengu kosningarétt þá hreinlega dettur af þeim andlitið. Og þegar talið berst að Sviss þar sem konur fengu almennan kosningarétt á landsvísu árið 1971 -og síðasta kantónan til að samþykkja rétt kvenna til að kjósa um málefni sveitarfélagsins (eða kantónunnar) var árið 1991 þá verða nú ýmsir hvumsa. Það er svo stutt síðan við áunnum okkur þessi réttindi. Við verðum að standa vörð um þau og þess vegna er stöðug umræða um lýðræði, kvenréttindi og jafnrétti nauðsynleg. Á heimilum, í skólum, í samfélaginu sem við búum í.

Brautin rudd
En mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan kvenréttindabaráttan hófst fyrir alvöru um miðja 19.öld. Formæður okkar ruddu brautina fyrir okkur. Við stöndum klökkar á 19.júní ár hvert og þökkum þeim þeirra ómetanlega framlag,

Við sem stöndum nú í baráttunni vonum auðvitað að dætur okkar muni njóta góðs af. Dætur, mömmur, ömmur, systur, ungar sem aldnar berjumst við allar, hver á sinn hátt fyrir auknum réttindum kvenna. Og þátttaka karla í umræðu um kvenréttindi og stuðningur þeirra við kvenréttindabaráttuna er alltaf að aukast. Aukin upplýsing, skilningur og samræður, inni á heimilum, í skólakerfinu og samfélaginu öllu hjálpar mikið til. 

Kosningarétturinn, kjörgengi og virk þátttaka í stjórnmálum, aukin atvinnuþátttaka kvenna, kjör Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta árið 1980, stofnun Kvennalistans árið 1983, ýmis löggjöf til að færa rétt kvenna betur til jafns við karla, getnaðarvarnir, löggjöf um fóstureyðingar, allt skiptir þetta máli. 

Þessi árangur kvenréttindabaráttunnar er með eindæmum, allir áfangasigrarnir skipta máli, umræðan og ný baráttumál skipta máli. Það þarf að hlusta á raddir kvenna og sem betur fer fá raddir okkar að hljóma.

Nýir tímar, ný baráttumál
En það eru breyttir tímar. Við erum ekki að berjast lengur fyrir kosningaréttinum, við tökum honum sem sjálfsögðum, verjum hann og tökum fyrir önnur aðkallandi réttindamál kvenna.

Við erum með fleiri kyn og tölum um kynfrelsi ásamt kvenfrelsi. Við erum í hrókasamræðum um að færa kosningaréttinn niður í 16 ára fyrir öll kyn. Við þurfum að jafna launamun kynjanna, lyfta launum í hefðbundnum kvennastéttum, stöðva kynbundið ofbeldi, útrýma karllægu gildunum sem eru enn kerfisbundið samsaumuð á alltof mörgum sviðum samfélagsins (oft nefnt feðraveldið). Við þurfum enn að berjast fyrir viðurkenningu á ólaunuðum störfum kvenna. Þar er yfirleitt um að ræða umsjón heimila og umönnun aðstandenda, þar sem ekki fæst nægur stuðningur frá hinu opinbera. Þetta hvílir því miður enn alltof mikið á herðum kvenna. Nýlega voru gerðar breytingar á fæðingarorlofi en þar þarf enn að gera betur.

Nemendum Lindar finnst flest af þessu sjálfsagt mál þegar um er rætt. Hlustum á unga fólkið.

Er 13% réttlæti nóg?
Það er ekki hægt að halda upp á kvenréttindadaginn árið 2021 án þess að minnast á Ég-líka bylgjuna. Kynbundið ofbeldi, kynferðisleg áreitni, kynferðislegt áreiti, óviðeigandi hegðun og almennur dónaskapur og niðurlæging gagnvart konum verður að hætta. Hér þarf viðhorfsbreytingu í samfélaginu öllu. Og lögregla, embætti saksóknara og dómskerfið þarf að takast á við úrræðaleysi sitt gagnvart ofbeldi gegn konum. Það eru níu konur í málsókn gegn íslenska ríkinu hjá Mannréttindadómstóli Evrópu fyrir brot á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar. Þetta vekur athygli á kerfisbundnum vanda og neyðir íslenska ríkið til að svara fyrir það á alþjóðavettvangi hvers vegna staða kvenna sem þolendur í ofbeldisbrotum á Íslandi er svona slæm. Tölfræðin sýnir svart á hvítu hversu slæm staðan er.

Langflestar tilkynningar kvenna um ofbeldi til lögreglu fara aldrei fyrir dóm. Aðeins 17% tilkynntra nauðgunarmála fara fyrir dóm. 83% þeirra eru ýmist felld niður af saksóknara eða lögregla hættir rannsókn. Aðeins 13% upphaflegra tilkynninga enda með sakfellingu. Þessar konur spyrja einfaldlega: Er 13% réttlæti nóg? 

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata knúði fram svör frá dómsmálaráðherra um dóma Landsréttar í kynferðisbrotamálum. Þá kom í ljós að Landsréttur hefur mildað dóma eða sýknað sakfellda menn í um 40 prósentum kynferðisbrotamála sem hefur verið áfrýjað til dómstólsins. Sambærileg tala er 27% fyrir öll mál sem hafa farið í gegnum Landsrétt þannig að það er greinilegur munur. Kynferðisbrotin eru fjórðungur af þeim málum sem er vísað til Landsréttar. Þau eru hins vegar þriðjungur af þeim málum sem eru milduð og þau eru helmingur þeirra mála þar sem sakfelling í héraði breytist í sýknu við áfrýjun.Andrés Ingi sagði réttilega við þessum svörum frá ráðherra að dómstóllinn sendi kolröng skilaboð inn í umræðuna um kynferðisbrot.

Þess vegna hafa konur hátt í dag. Ef hið opinbera bregst okkur á þennan hátt þá verður eitthvað undan að láta. Ég-líka bylgjan snýst ekki um að konur hati karlmenn. Við eigum flestar feður, afa, bræður, syni, eiginmenn, elskendur og karlkyns vini. Hún snýst einfaldlega um það að lögregla, saksóknarar og dómskerfið er að bregðast okkur og við berjumst núna fyrir réttlæti á þessu sviði. Það er kominn tími. Þetta er kerfisbundinn vandi. Og úrelt viðhorf.

Óásættanlegur ótti
Það er nóg pláss fyrir alla í þessu samfélagi. Það er ekki eins og aukin réttindi kvenna þýði að við ætlum að klípa af réttindum karla. Það er endalaust pláss fyrir jafnrétti. Það er hinsvegar óásættanlegt að kvenmenn lifi í stöðugum ótta. Alltaf að passa okkur. Það hefur enginn leyfi til að klípa í rassinn á okkur, blístra á eftir okkur, hvað þá beita okkur líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi.

Breyttir tímar, ný baráttumál, nýjar raddir og breyttar aðferðir. Þetta er þróun. Kvenréttindabaráttan heldur áfram. Og þó við séum ekki alltaf sammála um aðferðir eða hvaða barátta á að vera á oddinum hverju sinni, þá eigum við að bera virðingu fyrir öllum konum, öllum röddum þeirra, ekki berjast okkar í milli um hversu góðar eða miklar kvenréttindakonur við erum. Af hvaða kynslóð femínista eða jafnréttissinna sem við erum, þá er þörfin aldrei meiri en nú að við stöndum allar saman. Gerum ekki lítið úr þeim sem ruddu brautina. Gerum ekki lítið úr þeim sem nú eru að ryðja nýjar brautir með hávaða. Oft þarf hávaða, öfga og óróleika til að koma nauðsynlegum breytingum í framkvæmd. Hlustum á hvað er verið að segja. Einblínum á innihaldið af yfirvegun. Dæmum ekki en lagfærum kerfisbundinn halla gegn konum hvar sem hann fyrirfinnst.

Elsku konur, allar konur, innilega til hamingju með kvenréttindadaginn og við sendum sérstakar kveðjur til Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá sem stóðu fyrir viðburðum á Ísafirði, Akureyri og Reykjavík í tilefni dagsins. Við stöndum með ykkur. Áfram stelpur!

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...