Í grunnstefnu Pírata er eitt af aðalstefunum að leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Með auknu íbúalýðræði og aukinni Þetta er hægt með því að hafa flæði í samtölum og samskiptum ekki bara einu sinni á ári heldur nokkru sinnum og þá út í þeim hverfum sem Reykjanesbær saman stendur af. Þó að fráfarandi bæjarstjórn hafi opnað á þennan kost má gera enn betur með því að koma upp hverfa síðum inn á heimasíðu/vef Reykjanesbæjar þar sem hvert hverfi á sitt vefsvæði með gagnkvæmum upplýsingum frá stjórnsýslunni og svo frá hverfafulltrúum. Hverfaráðin geti einnig haldið fundi og á þeim fundum geta íbúar farið í vinnuhópa og unnið tillögur sem eru upplýsandi fyrir stjórnsýslu bæjarins. þannig má efla og opna enn frekar íbúalýðræði.
Ef upp koma stór mál eða ágreiningur um málefni er varðar bæjarfélagið hvort sem það eru skipulagsmál, atvinnumál eða önnur vafamál þá ætti að halda íbúafund um sem væri þá upplýsandi fyrir bæjarbúa um málefnið. Bæjarbúar ættu einnig að hafa rétt á að kjósa um mikilvæg málefni eða þau mál sem ágreiningur er um og varðar þá og framtíð bæjarins sem væri þá í formi bindandi kosningar. Með því að íbúar fái þessi verkfæri í hendurnar Þá mun það opna á stjórnsýsluna og þar af leiðandi eiga þeir rétt á að koma að ákvarðanatöku og finni fyrir ábyrgð sinni þegar kemur að málefnum sem þá varðar.
Allt það sem að ofan er talið eflir aðkomu almennings að stjórnsýslunni og er í anda grunnstefnu
Pírata sem er:
· Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.
· Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum, og að réttur hvers og eins sé jafn
sterkur.
· Gagnsæi snýst um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni.
· Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá.
· Réttur er tryggður með styrkingu beins lýðræðis og eflingu gegnsærrar stjórnsýslu.
· Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði.
Öll viljum við að bæjarfélagið okkar eflist og styrkist. Stjórnsýslan þarf að hlusta betur á íbúa Reykjanesbæjar og hvað hverfin eru að segja og kalla eftir. þannig er hægt auka og efla íbúalýðræði og opna stjórnsýsluna í sátt og samlyndi allra í Reykjanesbæ.
Höfundur: Margrét S Þórólfsdóttir Pírati.