Aðkoma almennings að ákvarðanatöku og íbúalýðræði

Í grunnstefnu Pírata er eitt af aðalstefunum að leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Með auknu  íbúalýðræði og aukinni Þetta er hægt með því að hafa flæði í samtölum og samskiptum ekki bara einu sinni á ári heldur nokkru sinnum og þá út í þeim hverfum sem Reykjanesbær saman stendur af. Þó að fráfarandi bæjarstjórn hafi opnað á þennan kost má gera enn betur með því að koma upp hverfa síðum inn á heimasíðu/vef Reykjanesbæjar þar sem hvert hverfi á sitt vefsvæði með gagnkvæmum upplýsingum frá stjórnsýslunni og svo frá hverfafulltrúum. Hverfaráðin geti einnig haldið fundi og á þeim fundum geta íbúar farið í vinnuhópa og unnið tillögur sem eru upplýsandi fyrir stjórnsýslu bæjarins.  þannig má efla og opna enn frekar íbúalýðræði.


Ef upp koma stór mál eða ágreiningur um málefni er varðar bæjarfélagið hvort sem það eru skipulagsmál, atvinnumál eða önnur vafamál þá ætti að halda íbúafund um sem væri þá upplýsandi fyrir bæjarbúa um málefnið. Bæjarbúar ættu einnig að hafa rétt á að kjósa um mikilvæg málefni eða þau mál sem ágreiningur er um og varðar þá og framtíð bæjarins sem væri  þá í formi bindandi kosningar. Með því að íbúar fái þessi verkfæri í hendurnar Þá mun það opna á stjórnsýsluna og þar af leiðandi eiga þeir rétt á að koma að ákvarðanatöku og finni fyrir ábyrgð sinni þegar kemur að málefnum sem þá varðar.  

Allt það sem að ofan er talið eflir aðkomu almennings að stjórnsýslunni og er í anda grunnstefnu
Pírata sem er:
·         Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.
·         Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum, og að réttur hvers og eins sé jafn
          sterkur.
·         Gagnsæi snýst um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni.
·         Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá.
·         Réttur er tryggður með styrkingu beins lýðræðis og eflingu gegnsærrar stjórnsýslu.
·         Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði.
  
Öll viljum við að bæjarfélagið okkar eflist og styrkist. Stjórnsýslan þarf að hlusta betur á íbúa Reykjanesbæjar og hvað hverfin eru að segja og kalla eftir.  þannig er hægt auka og efla íbúalýðræði og opna stjórnsýsluna í sátt og samlyndi allra í Reykjanesbæ.
 
Höfundur: Margrét S Þórólfsdóttir Pírati.

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...