Aðgengismál í stóra samhenginu

Rampar eru sennilega það sem flest okkar hugsa um þegar talað er um aðgengi. Vissulega eru háir þröskuldar, tröppur, stigar og þrengsli mörgu fólki hindrun, en í stóra samhenginu eru aðgengismál miklu víðtækari og ná m.a. utan um félagslegt aðgengi, stafrænt aðgengi og aðgengi fólks að umhverfi sínu og þjónustu. Aðgengismál í víðu samhengi snerta því mikinn fjölda fólks.


Undir félagslegt aðgengi falla möguleikar fólks til að taka virkan þátt í samfélaginu, stunda nám og sinna áhugamálum. Þessir möguleikar takmarkast oft af félagslegri stöðu eða fjárhagslegri getu. Skortur á þjónustu eins og túlkum getur takmarkað aðgengi fólks og sömuleiðis geta tekjuöflunarmöguleikar fatlaðs fólks verið takmarkaðir.


Sífellt meira af þjónustu bæjarfélaga, fyrirtækja og þjónustustofnana fer fram yfir netið. Markmiðið er að einfalda lífið og spara tíma og fyrirhöfn. Stundum gleymist samt að gera ráð fyrir fólki sem einhverra hluta vegna á erfitt með að nýta þessar lausnir og hefur krafa um rafræn skilríki við slíka þjónustu valdið fötluðu fólki erfiðleikum. Þá getur hönnun vefumhverfisins sjálfs verið ófullnægjandi og það því illfært fólki sem glímir við alvarlega sjónskerðingu, lit- eða lesblindu.


Áðurnefndir rampar eru dæmi um eftirálausnir þegar aðgengi að umhverfi hefur verið ófullnægjandi og ekki tekið tillit til algildrar hönnunar. Ójafnar gangbrautir, skarpir kantar og skortur á merkingum fyrir sjónskerta geta valdið vandræðum og óhöppum. Nýlega hafa verið tekin í notkun snjallskýli fyrir almenningssamgöngur sem sýna í rauntíma hvenær næsti strætó kemur og númer hvað hann er. Upplagt væri að bæta við talgerfli til að koma þessum upplýsingum til sjónskertra farþega – svipað og er í nýrri strætisvögnum, sem segja farþegum sínum hvaða stoppistöð er næst.


Píratar leggja áherslu á aðgengi í víðum skilningi. Nauðsynlegt er að algild hönnun sé viðhöfð í öllu skipulagi og að virkt og raunverulegt samráð sé haft við alla íbúa í allri þjónustu.

Haraldur R. Ingvason og Hildur Björg Vilhjálmsdóttir, frambjóðendur í 1. og 2. sæti fyrir Pírata í Hafnarfirði

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...