Fagleg og gagnsæ vinnubrögð

Fulltrúalýðræðið byggir á þeirri forsendu að hægt sé að treysta því að vel sé farið með völdin. Almenningur þarf að geta tekið upplýstar ákvarðanir og veitt kjörnum fulltrúum nauðsynlegt aðhald. Með því að auka gagnsæi eflum við bæði skilvirkni og traust til stjórnsýslunnar. Vantraust, hvort sem það er verðskuldað eða ekki, dregur nefnilega í sjálfu sér úr möguleikum til að ná árangri.

Þess vegna er eitt helsta baráttumál okkar Pírata að auka gagnsæi í stjórnsýslunni.

Á þessu kjörtímabili höfum við unnið ötullega að því markmiði í Kópavogi með góðum árangri. Á næstu vikum er ráðgert að almenningur geti nálgast upplýsingar um laun og aðrar greiðslur til kjörinna fulltrúa á skýran og aðgengilegan hátt á vef bæjarins. Jafnframt er unnið að útfærslu birtingu fylgigagna með öllum fundargerðum bæjarstjórnar og fastanefnda, en með þeirri aðgerð tryggjum við aðgengi almennings að þeim upplýsingum sem ákvarðanir bæjaryfirvalda byggja á.

Um þessar mundir vinnur bæjarstjórn Kópavogs að því löngu tímabæra verkefni að setja reglur um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa, en fram að þessu hafa engar slíkar verið til staðar hér.

Trúverðugleiki og traust almennings byggir á því að fólk geti trúað því að kjörnir fulltrúar misnoti ekki aðstöðu sína. Við höfum aðgang að opinberum gæðum umfram aðra borgara og getum því verið í aðstöðu til að nýta þau í eigin þágu, tengdra aðila eða til að þjóna öðrum sérhagsmunum.
Almennt er það á ábyrgð kjörinna fulltrúa sjálfra að meta hvort hagsmunatengsl þeirra séu þess eðlis að nauðsynlegt sé til dæmis að segja sig frá meðferð mála. Eins og dæmin hafa sýnt okkur er þó sterk tilhneiging til þess að gera lítið úr eigin tengslum og oft treystir fólk sér til að fjalla á hlutlausan hátt um mál þrátt fyrir að mikilvæg tengsl við málsaðila séu til staðar. En það er ásýndin sem skiptir öllu máli þegar um mögulega hagsmunaárekstra er að ræða. Spurningin getur því ekki verið sú hversu vel einstaklingurinn treystir sjálfum sér, heldur hvernig tengslin blasa við öðrum.

Við höfum séð svart á hvítu hvernig gagnsæi getur bæði sparað háar fjárhæðir hjá hinu opinbera og aukið skilvirkni. Þannig drógust greiðslur til þingmanna vegna aksturs verulega saman eftir að ákveðið var að birta þær á vef Alþingis í kjölfar þess að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, vakti athygli á þeim. Í fyrra námu greiðslur til þingmanna vegna notkunar eigin bifreiðar aðeins 14 prósent af því sem þær gerðu árið 2017. Þá hefur mæting þingmanna á nefndarfundi batnað stórlega eftir að Björn Leví hóf að fylgjast með og halda utan um hana – að meðaltali skrópa þingmenn núna helmingi minna en áður!

Árangurinn af gagnsæi er ótvíræður. Þess vegna þreytast Píratar ekki á að vinna að umbótum þess á öllum vígstöðvum!

Upprunaleg birtingKópavogsblaðið

Kommentakerfi Pírata

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...