10 ár í þjónustu þjóðar

Það var þann 24. nóvember árið 2012 sem framsýnt hugsjónafólk kom saman og stofnaði Píratapartýið. Þetta nýja afl fékk athygli og vakti mikla eftirtekt fyrir nýjar og róttækar hugmyndir. Margar þeirra eru nú orðnar að veruleika og margar okkar róttækustu hugmyndir orðnar viðurkenndar og á stefnuskrá annarra flokka.


Við buðum fram í fyrsta sinn til Alþingis árið 2013 og fengum þrjá fulltrúa. Strax árið eftir fengum við Pírata í borgarstjórn. Þetta vissi á gott þó litlir væru peningarnir og fáir fulltrúarnir.

Ferskir vindar með nýjar hugmyndir og von í hjarta spáðum við í framtíðina, netið, stafræn höfundarréttarmál, opinn hugbúnað og opin skjalasnið, uppljóstrara, tjáningar- og upplýsingafrelsi, spillingu, nýjar lausnir við fíknivanda, flóttamenn og margt fleira sem enginn annar þorði að tala um.

Grunnstefnan okkar er klassísk, stendur ávallt fyrir sínu, er og verður hornsteinn Pírata. Þess utan höfum við eflt og víkkað út stefnur og strauma félagsins í þessi tíu ár og ég er sérstaklega stolt af menntastefnunni okkar og sjávarútvegsstefnu.

Við höfum vaxið frá því að vera óskipuleg hreyfing sjálfboðaliða í skipulagða stjórnmálahreyfingu með starfsfólki og sjálfboðaliðum. Píratar eru alltaf að reyna að gera betur því við gerum okkur manna best grein fyrir því að ekkert er fullkomið. Gagnrýnin hugsun. Við megum ekki staðna. Við megum ekki verða að stofnun með úreltar hugmyndir. Það er víst nóg til af þeim. Verum áfram ferskir vindar með nýjar og róttækar hugmyndir.

Það hefur auðvitað ýmislegt gengið á eins og í bestu fjölskyldum. En við megum vera stolt af árangrinum. Við fjölgum sífellt fulltrúum okkar á Alþingi og í sveitarstjórnum. Og við megum vera afar stolt af öllum okkar kjörnu fulltrúum á þessum tíu árum, fulltrúum í okkar innra starfi, grasrótinni og starfsfólki.

Ég er svo þakklát að hafa notið þeirra forréttinda að fá að vera með í þessu ævintýri, kynnst ykkur, unnið með ykkur, hlegið og grátið með ykkur, tekist á við ykkur, eignast vini og óvini og þykir vænt um ykkur öll.

Við stofnun félagsins átti þessi texti Charles Dickens vel við og á reyndar enn betur við núna:

„It was the best of times, it was the worst of times, it was the age of wisdom, it was the age of foolishness,“

CHARLES DICKENS

Til hamingju með 10 ár af Pírötum íslenska þjóð.

Innilega til hamingju með afmælisárið Píratar.
Við erum komin til að vera! Ég er strax farin að skipuleggja tvítugsafmælið.


Álfheiður Eymarsdóttir, Pírati.

Höfundur er bæjarfulltrúi Áfram Árborgar. Áfram Árborg er listi Pírata, Viðreisnar og óháðra.

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...