Píratar XP

Gísli Rafn Ólafsson

2. sæti í Suðvestur

Hjálparstarfsmaður | f. 20. mars 1969

Ég er að bjóða mig fram til Alþingis í fyrsta sinn, eftir að hafa starfað undanfarna áratugi við hjálpar- og mannúðarstarf víða um heim. Ég er menntaður tölvunarfræðingur og stundaði nám í Danmörku. Ég hef unnið í tæknigeiranum frá því ég var 14 ára gamall og verið í björgunarsveit undanfarin 27 ár. Fyrir um 15 árum síðan fékk ég tækifæri til þess að tengja saman þessi tvö áhugasvið og vinna við tækni tengdri hjálparstarfi. Ég er kvæntur Sonju Dögg Pétursdóttur og á fimm börn, hund og kött.

Af hverju ertu Pírati?

Ég varð Pírati af því að ég vildi gefa af mér með því að taka þátt í stjórnmálum og eftir að hafa kynnt mér alla flokkana þá voru Píratar þeir einu sem höfðuðu til mín, því þeir vildu sjá bætt siðferði, nýjar hugmyndir og horfa til framtíðar en voru ekki fastir í fortíðinni eins og flestir flokkar.

Af hverju að kjósa Pírata?

Af því að Píratar berjast af alvöru gegn þeirri spillingu sem einkennir íslensk stjórnmál. Af því að Píratar hugsa út fyrir fjötra fortíðarinnar og eru með alvöru nýsköpun á dagskrá. Af því að Píratar setja alltaf velferð fólksins í forgang frekar en hagsmuni fyrirtækja og auðmanna.

Aðal áherslumál eða/og almenn áherslumál

Uppbygging eftir heimsfaraldur með sterka áherslu á nýsköpun og uppbyggingu grænna innviða. Alvöru aðgerðir til þess að sporna við loftslagsbreytingum og gera Ísland að þekkingar- og nýsköpunarmiðstöð í baráttunni gegn loftslagsvá. Mannúðleg meðhöndlun á flóttafólki sem kemur til Íslands Alvöru aðgerðir til þess að tryggja eldra fólki áhyggjulaust ævikvöld í stað baráttu við fátækt og kerfi sem endalaust dregur úr réttindum þeirra.

Píratar í ríkisstjórn (framtíðarsýn - næstu árin)

Ég trúi á að ríkisstjórn með Pírata innanborðs muni berjast fyrir nauðsynlegum kerfisbreytingum í átt að mannúð, réttlæti, útrýmingu á fátækt og með sterkan fókus á atvinnusköpun í gegnum sjálfbæra nýsköpun. Ég veit að á kjörtímabilinu munum við ná að framkvæma alvöru aðgerðir til að draga úr útblæstri og mengun á Íslandi. Við höfum allt sem þarf til á þessu landi til þess að ná þessu fram, ef við hættum að leyfa spillingunni og eiginhagsmununum að ráða. Ég trúi einnig á að með Pírata í ríkisstjórn sé hægt að auka samvinnu ekki bara innan þeirra flokka sem eru í ríkisstjórn saman, heldur þvert á hið pólitíska litróf. Með samvinnu getum við náð svo miklu lengra og ég tel mig geta nýtt reynslu mína úr áratuga langri krísustjórnun til þess að byggja þær brýr sem nauðsynlegar eru til þess að ná rækta slíka samvinnu.

Hvaða ofurkrafta býrðu yfir í nördisma?

Ég á mjög auðvelt með að setja mig inn í mjög flókin málefni og átta mig á kjarna málsins. Þetta á sérstaklega við þegar kemur að nýrri og flókinni tækni. Ég nýti mér þessa ofurkrafta til þess að vinna aðra á mitt band og fá þá til þess að vinna vel saman.

Bóka viðtalstíma

Búið ykkur undir grænar bólur

Kjósendur þurfa að búa sig undir eitt. Næsta mánuðinn verður svo oft minnst á „græna innviði“ að þeir fá sjálfir grænar bólur. En hvað...

Sjúklingar og glæpamenn

Í samtölum við fólk á mínum aldri heyri ég oft nefnt að það sé hrætt við að kjósa Pírata af því að þeir vilji...

Út­brunnir starfs­menn slökkva elda

Það er löngu þekkt að á krísutímum koma brestir í innviðum fyrr í ljós. Margra ára sparnaður magnar áhrifin og orsakar keðjuverkun sem getur...
X
X