Yfirlýsing þingflokks Pírata vegna launahækkana þingmanna

Þingflokkur Pírata vill engar launahækkanir til þingmanna út kjörtímabilið

Þingflokkur Pírata telur óábyrgt að laun þingmanna og ráðherra hækki undir þeim sögulegu kringumstæðum sem skapast hafa vegna útbreiðslu COVID-19. Þingflokkur Pírata leggur því til að launahækkun þingmanna og ráðherra frá 1. janúar síðastliðnum falli niður. Þingflokkurinn telur sömuleiðis rétt að fyrirhugaðar lögbundnar launahækkanir þingmanna og ráðherra, komi ekki til fyrr en að næstu Alþingiskosningum afloknum. Mun þingflokkurinn leitast eftir samráði og samstarfi við alla flokka sem sæti eiga á Alþingi um útfærslu á tillögunum.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....