Yfirlýsing þingflokks Pírata vegna aðgerða Bandaríkjaforseta

Þingflokkur Pírata fordæmir nýlegar tilskipanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og lýsir yfir þungum áhyggjum af aðgerðum hans og ummælum frá því hann tók við því embætti. Því hafa Píratar beðið um sérstakar umræður við utanríkisráðherra varðandi stjórnmálastöðuna í Bandaríkjunum.

Þingflokkur Pírata telur mikilvægt að íslensk stjórnvöld fordæmi tilskipun Bandaríkjaforseta um bann við komu flóttamanna og innflytjenda frá tilteknum svæðum, sem brýtur berlega í bága við grunnreglu alþjóðlegra mannréttindalaga um að allir skuli jafnir fyrir lögum og að ekki megi mismuna fólki á grundvelli þjóðernis, uppruna eða trúarbragða. Mismunun af þessu tagi felur í sér skýrt brot á alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, sem og stjórnarskrá Bandaríkjanna sjálfra.

Þá vill þingflokkur Pírata beina þeim tilmælum til íslenskra stjórnvalda að fara að fordæmi forseta Kanada og annarra leiðtoga vestrænna ríkja að bjóða sérstaklega velkomna til Íslands flóttamenn sem hafa verið vísað frá Bandaríkjunum.

Þingflokkur Pírata fordæmir jafnframt þöggun bandarískra stjórnvalda gagnvart vísindasamfélaginu, sem felst m.a. í tilmælum þeirra til opinberra stofnana og starfsmanna þeirra sem fjalla um loftslagsvá. Sömuleiðis lýsir þingflokkurinn yfir þungum áhyggjum af versnandi stöðu kvenréttinda í Bandaríkjunum, sér í lagi með tilliti til aðgengis kvenna að getnaðarvörnum og þungunarrofi.

Vegna þessarar alvarlegu þróunar kallaði Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, eftir sérstökum umræðum á Alþingi við utanríkisráðherra, Guðlaug Þór Þórðarson, um stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum. Umræðurnar munu fara fram á Alþingi á morgun, þriðjudag, klukkan 14:00.

Píratar standa fyrir mannréttindi og mannúð óháð landamærum og hafna alfarið þeirri einangrunarhyggju og óttastjórnmálum sem Donald Trump og fleiri stjórnmálamenn vestra boða.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....