Yfirlýsing frá stjórn og borgarfulltrúum Pírata í Reykjavík

Í ljósi fréttaflutnings RÚV um Panamaskjölin svokölluðu fordæma Píratar í Reykjavík að það hafi ekki allir borgarfulltrúar séð ástæðu til að skrá hagsmuni sína með fullnægjandi hætti. Píratar hvetja til faglegri vinnubragða við hagsmunaskráningu framvegis.
Borgarbúar eiga betra skilið.

Stjórn og borgarfulltrúar Pírata í Reykjavík