Yfirlýsing frá Pírötum í Kópavogi

Á fundi yfirkjörstjórnar með umboðsmönnum framboða í Kópavogi í dag kom fram beiðni frá umboðsmanni Sjálfstæðisflokksins um að fá afhenta lista yfir meðmælendur framboða til sveitarstjórnarkosninga nú í vor.

Strax eftir fundinn sendu Píratar í Kópavogi skrifleg mótmæli við fyrirhugaðri afhendingu meðmælalistanna til yfirkjörstjórnar og óskuðu eftir að yfirkjörstjórn vísaði til lagaheimildar fyrir því að afhenda og þar með stuðla að opinberri birtingu meðmælalistanna. Píratar finna afhendingu þessara gagna ekki stoð í lögum nr. 5/1998 um kosningar til sveitarstjórna. Þvert á móti má álykta út frá refsiákvæðum laganna, sérstaklega d. og e. liðar 102. gr. og a. og b. liðar 103. gr, að upplýsingur um hvaða lista kjósendur styðja eða kjósa skuli fara leynt. Við teljum að meðmæli um framlagningu lista geti verið túlkuð sem stuðning við þann lista og sem slík skuli fara með þær upplýsingar sem trúnaðarmál. Í lögum nr. 77/2000 um persónuvernd flokkast upplýsingar um stjórnmálaskoðanir sem viðkvæmar persónuupplýsingar

Píratar í Kópavogi draga í efa túlkun þá sem kemur fram á kosningavef innanríkisráðuneytisins um að umboðsmönnum annarra lista sé heimilt að fá afhenta lista meðmælenda framboðslista. Við teljum að réttur einstaklinga til að halda stjórnmálalegum skoðunum sínum leyndum gangi framar ákvæðum upplýsingalaga.

Píratar í Kópavogi sendu einnig í dag erindi til Persónuverndar þar sem óskað var eftir áliti Persónuverndar á því hvort að birting lista yfir meðmælendur framboðslista til sveitarstjórna samræmist lögum um persónuvernd.

Við höfum enn sem komið er ekki fengið efnisleg svör við erindum okkar hvorki frá yfirkjörstjórn í Kópavogi né Persónuvernd.

Píratar í Kópavogi sjá engan málefnalegan grundvöll fyrir dreifingu upplýsinga um meðmælendur framboðslista. Við teljum að slík dreifing geti dregið úr vilja kjósenda til að skrifa undir slíka lista og þannig gert nýjum stjórnmálaöflum erfiðara fyrir að bjóða fram.

Virðingarfyllst,

Einar Páll Gunnarsson
Formaður stjórnar Pírata í Kópavogi.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....