Vilt þú hafa áhrif á kosningaáherslur Pírata?

Núna er tækifærið!

Kosningasigur haustsins er í fullum undirbúningi. Undanfarið hafa frambjóðendur og grasrót Pírata unnið hörðum höndum að undirbúning kosningastefnuskrár, sem verður sigurstranglegri með hverjum deginum. Á félagsfundi í gær, þann 8. júlí, var samþykkt að setja fimm nýjar stefnur í kosningakerfi Pírata, allt frá efnahagsaðgerðum og  húsnæðismálum til loftslagsaðgerða og fjölmiðlastefnu. Lýðræðisveislan heldur síðan áfram því á félagsfundi næstkomandi þriðjudag, þann 13. júlí, er stefnt að því að hefja vefkosningu á nokkrum stefnum til viðbótar. Verði stefnurnar samþykktar munu þær bætast í hina fjölbreyttu stefnuflóru sem Píratar hafa til að byggja á við gerð kosningastefnuskrár.

Samhliða þessari vinnu hafa frambjóðendur Pírata í öllum kjördæmum ásamt stefnu- og málefnanefnd unnið saman að undirbúningi kosningastefnuskrár. Stefnt er að því að vinnu við hana ljúki í síðari hluta júlí og að hún fari í kosningu þann 24. júlí. Með samþykkt hennar mun kosningastefnuskrá flokksins fyrir alþingiskosningar 2021 liggja fyrir þann 31. Júlí.

Ef þú vilt hafa áhrif á kosningaáherslur Pírata fyrir haustið þá er tækifærið núna! Segðu skoðun þína á félagsfundunum eða á x.piratar.is og hjálpaðu okkur að leggja grunninn að kosningasigri Pírata.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....