Við vilj­um hækka lægstu laun og stytta vinnu­vik­una

Dóra Björt í Sprengisandi á Bylgjunni

„Það er al­gjör­lega ljóst að við vilj­um hækka lægstu laun og stytta vinnu­vik­una. Því hef­ur verið ræki­lega komið til skila til samn­inga­nefnd­ar­inn­ar sem sit­ur í okk­ar umboði. Við telj­um óboðlegt að fólk í fullri vinnu geti ekki lifað af laun­un­um sín­um,“

sagði Dóra Björt Guðjóns­dótt­ir, oddviti Pírata í Reykjavík og formaður mann­rétt­indaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, í Sprengisandi á Bylgj­unni í gær.

Dóra Björt var gest­ur umræðuþátt­ar­ins ásamt Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur, borg­ar­full­trúa Sósí­al­ista­flokks Íslands, Þór­unni Svein­bjarn­ar­dótt­ur, for­manni BHM, og Ásdísi Kristjáns­dótt­ur, for­stöðumanni hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins. Umræðuefnið var kjara­bar­átta verka­lýðsfé­laga og þá með áherslu á bar­áttu stétt­ar­fé­lags­ins Efl­ing­ar gegn Reykja­vík­ur­borg.

Fagnar upprisu láglaunastéttarinnar!

Dóra bætti því við að störf þyrftu að vera met­in að verðleik­um og Íslend­ing­ar þyrftu að breyta verðmæta­mati sínu.

Hún sagðist standa með lág­launa­fólki og fagnaði því að fá að verða vitni að upprisu lág­launa­stétt­ar­inn­ar á Íslandi. Hún nefndi það þó að henni fynd­ist að Efl­ing væri að gera Reykja­vík­ur­borg að burðarlið í sinni kjara­bar­áttu með öll­um þeim hita og þunga sem því fylg­ir. Spurð hvort henni fynd­ist það ósann­gjarnt neitaði hún því og sagði það klókt því borg­in væri lík­leg­asti aðil­inn til að hlusta á kröf­ur Efl­ing­ar.

Dóra Björt skrifar ennfremur á Facebook síðu sinni “Ég fagna öflugri verkalýðshreyfingu, upprisa láglaunafólks var orðin tímabær.”

Hægt er að hlusta á allan Sprengisandsþáttinn hér: https://www.visir.is/k/9df1bb9f-a050-49ea-afe0-7f5c252ab5d1-1581245395601

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....