Píratar XP

Við vilj­um hækka lægstu laun og stytta vinnu­vik­una

Dóra Björt í Sprengisandi á Bylgjunni

„Það er al­gjör­lega ljóst að við vilj­um hækka lægstu laun og stytta vinnu­vik­una. Því hef­ur verið ræki­lega komið til skila til samn­inga­nefnd­ar­inn­ar sem sit­ur í okk­ar umboði. Við telj­um óboðlegt að fólk í fullri vinnu geti ekki lifað af laun­un­um sín­um,“

sagði Dóra Björt Guðjóns­dótt­ir, oddviti Pírata í Reykjavík og formaður mann­rétt­indaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, í Sprengisandi á Bylgj­unni í gær.

Dóra Björt var gest­ur umræðuþátt­ar­ins ásamt Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur, borg­ar­full­trúa Sósí­al­ista­flokks Íslands, Þór­unni Svein­bjarn­ar­dótt­ur, for­manni BHM, og Ásdísi Kristjáns­dótt­ur, for­stöðumanni hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins. Umræðuefnið var kjara­bar­átta verka­lýðsfé­laga og þá með áherslu á bar­áttu stétt­ar­fé­lags­ins Efl­ing­ar gegn Reykja­vík­ur­borg.

Fagnar upprisu láglaunastéttarinnar!

Dóra bætti því við að störf þyrftu að vera met­in að verðleik­um og Íslend­ing­ar þyrftu að breyta verðmæta­mati sínu.

Hún sagðist standa með lág­launa­fólki og fagnaði því að fá að verða vitni að upprisu lág­launa­stétt­ar­inn­ar á Íslandi. Hún nefndi það þó að henni fynd­ist að Efl­ing væri að gera Reykja­vík­ur­borg að burðarlið í sinni kjara­bar­áttu með öll­um þeim hita og þunga sem því fylg­ir. Spurð hvort henni fynd­ist það ósann­gjarnt neitaði hún því og sagði það klókt því borg­in væri lík­leg­asti aðil­inn til að hlusta á kröf­ur Efl­ing­ar.

Dóra Björt skrifar ennfremur á Facebook síðu sinni “Ég fagna öflugri verkalýðshreyfingu, upprisa láglaunafólks var orðin tímabær.”

Hægt er að hlusta á allan Sprengisandsþáttinn hér: https://www.visir.is/k/9df1bb9f-a050-49ea-afe0-7f5c252ab5d1-1581245395601

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X