Píratar XP

Vertu með í kosningabaráttu!

Elsku Píratar,

Kosningabaráttan fyrir sveitastjórnarkosningarnar 2022 er farin á fullt í öllum þeim sveitarfélögum sem við bjóðum fram í. Það eru spennandi tvær vikur framundan þar sem verður mikið stuð og mikið að gera! Píratar eru með frábæra frambjóðendur á öllum listum og við vonumst eftir góðum árangri.

Hér í Tortuga gengur mikið á alla daga. Við erum öll að hjálpast að við að gera kosningabaráttuna sem glæsilegasta og gera okkur Pírata og stefnurnar okkar sýnileg fyrir kjósendum.

Stefnur aðildarfélaganna má nálgast hér á síðunni undir hverju aðildarfélagi fyrir sig, en þær eru hægt og bítandi að tínast inn.

Samskot í kosningasjóði

Okkur vantar krónur í kistuna okkar Pírata til að standa undir þeim kostnaði sem framundan er og eins vantar okkur fleiri hendur upp á dekk til að aðstoða. Við leitum því til ykkar, kæru Píratar, og óskum eftir samskotum og stuðningi.

Í dag verður sendur út greiðsluseðill í heimabanka til allra skráðra Pírata að upphæð 5000kr. Þetta er valgreiðsluseðill sem fólki er fullkomlega frjálst að greiða eða hunsa, enda er félagsaðild að Pírötum ekki háð fjárhagslegri getu. Þau sem vilja styrkja okkur með lægri greiðslu og þau sem geta styrkt okkur um hærri fjárhæð, geta lagt beint inn á reikning Pírata:

461212-0690

0133-26-011913

Styrkirnir verða flokkaðir eftir aðildarfélögum og greiddir út til aðildarfélaganna til að styðja við þeirra kosningabaráttu.

Sjálfboðaliðaverkefni

Okkur vantar fólk í allskonar verkefni! Símaver, bakstur, undirbúning fyrir viðburði, frágang eftir viðburði, kosningaeftirlit, þýðingavinnu, forritun, textayfirlestur, hengja upp plagöt, fá varning og dreifa með guerilla marketing og fleira og fleira! Við höfum sett í gang sjálfboðaliðaforritið Zelos sem mun auðvelda okkur að kynna hvaða verkefni okkur vantar aðstoð við og auðveldar sjálfboðaliðum að taka að sér verkefni.

Skemmtileg nýjung við Zelos kerfið er að hægt að safna stigum fyrir unnin verkefni, en við stefnum á að halda kosningalokapartý í lok maí þar sem framtakssömustu sjálfboðaliðarnir verða verðlaunaðir.

Skráðu þig hér!

Mætið og takið þátt!

Við hvetjum ykkur til að taka þátt í þeim viðburðum sem verða á næstunni og finna má á viðburðadagatali Pírata og taka þátt í umræðunni á netinu þar sem verið er að ræða Píratamál.

Sýnið stuðning ykkar á samfélagsmiðlum með því að skarta merki kosningabaráttunnar en þið nálgast cover myndir fyrir facebook og twitter á piratar.is.

Píratar standa fyrir heiðarleg stjórnmál og við gefum engan afslátt í baráttunni gegn spillingu. Hjálpið okkur að koma frambjóðendum okkar og kosningamálum rækilega á framfæri fram að kjördegi þann 14.maí 2022 og vinnum að góðu gengi Pírata!

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X