Vel sóttur stofnfundur Pírata í Norðvesturkjördæmi

Píratar í Norðvesturkjördæmi

Stofnfundur PíNK – Pírata í Norðvesturkjördæmi var haldinn á veitingastaðnum Grand-Inn á Sauðárkróki um helgina. Fundurinn var vel sóttur og ljóst að áhugi á starfi og stefnu Pírata fer vaxandi í kjördæminu.

Stjórn PíNK

Halldóra Mogensen þingmaður Pírata stýrði fundi og eftir formlega stofnun var ráðist í kosningar í fyrstu stjórn félagsins en hana skipa:

  • Sunna Einarsdóttir – formaður
  • Pétur Óli Þorvaldsson – gjaldkeri
  • Jónas Lövdal
  • Jóhann Hjörtur Stefánssons Bruhn
  • Magnús Kr Guðmundsson
  • Aðalheiður Alenu Jóhannsdóttir
stjornPink

Að stjórnarkjöri loknu skiptist fólk í umræðuhópa þar sem fjallað var um heilbrigðiskerfið, frelsi til búsetu, undirstöður atvinnuvegar og innviðaöryggi. Þá tóku ræðumenn kvöldsins við en það voru þau Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og Eva Pandora Baldursdóttir fyrrv. þingmaður Pírata.

Ræður kvöldsins

Eva Pandora sagði frá sínum fyrstu skrefum hjá Pírötum en hún bauð sig fram í prófkjöri í Norðvesturkjördæmi árið 2016 og fór inn á þing fyrir Pírata sama ár. Þegar hún bauð sig fram í prófkjörinu var markmiðið að kynnast flokknum betur og áttu þetta að vera hennar fyrstu skref til að taka þátt í grasrótarstarfinu. Hún bjóst ekki við að ná jafn hátt á listanum og raun bar vitni, þar sem hún var ný og óþekkt innan flokksins en lagði áherslu á að einmitt þessi andi væri það sem væri svo frábært við Pírata; að hver sem er getur fengið tækifæri til að taka þátt og hafa áhrif ef hann hefur áhuga.

Björn Leví fjallaði í ræðu sinni um hugmyndafræðilegan bakgrunn Píratarhreyfingarinnar og skaðsemi þess valdaójafnvægis sem Píratar berjast gegn.

“Mótmæli gegn misnotkun valds er stór hluti af uppruna Pírata. Píratar eru ekki fyrsti hópurinn sem mótmælir valdakerfinu og verður ekki síðasti hópurinn til þess að gera það. Innlegg Pírata í þessa valdabaráttu er ný aðferðafræði í auðlindamálum. Ekki bara stafrænum auðlindamálum heldur líka á vettvangi klassískra auðlinda eins og á vettvangi hafsins og orkumála. Þar hafa Píratar stefnu sem byggir á opnu aðgengi.”

Björn Leví kynnti líka grunnstefnu Pírata og hvernig stefna Pírata um opið aðgengi í FabLab, í auðlindir, í hugbúnað, í stjórnsýsluna, í vísindin, í menntun og heilbrigði getur komið í veg fyrir fyrirsjáanlega valdsöfnun í krafti sjálfvirknivæðingar.

Eftir fund var fyrsti (óformlegi) stjórnarfundur PíNK boðaður þar sem stjórn skipti með sér verkum og hófst handa við að leggja grunn að því mikla og góða starfi sem framundan er hjá félaginu. Við óskum PíNK – Pírötum í Norðvesturkjördæmi til hamingju með glæsilegan stofnfund og öfluga stjórn.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....