Vegna brunans við Bræðraborgarstíg

Yfirlýsingu Pírata má lesa hér á íslensku, ensku, pólsku og lettnesku

This Pirate Party statement can be read here in  Icelandic, English, Polish and Latvian

Šis Pirātu partijas raksts var tikt lasīts šeit arī Islandiešu, Angļu, Poļu un Latviešu valodā

Hugur okkar er hjá aðstandendum og þeim sem eiga um sárt að binda á þessari sorgarstundu. Hjá fólkinu sem kom að brunanum og gerði kraftaverk á vettvangi. Hjá viðbragðsaðilum sem lögðu allt undir til að bjarga mannslífum.

Við eigum öll að geta lifað við grundvallarmannréttindi eins og öruggt heimili. Fólk af erlendum uppruna sem kemur hingað til að vinna og vantar því bakland og þekkingu á innviðunum okkar virðist vera kerfislega útilokað frá því að lifa við mannsæmandi aðstæður og öryggi og er þannig firrt sínum mannréttindum. Þetta getum við ekki liðið. Sem samfélag getum við ekki boðið upp á það að sum okkar sem höfum getuna og verkfærin til að krefjast réttar okkar fáum að lifa við betri lífsgæði en þau sem lifa án þessara forréttinda. Það er ekkert réttlæti í því.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun mun gera sjálfstæða rannsókn á brunanum og öllu sem honum við kemur samkvæmt því sem kom fram á blaðamannafundi lögreglu og slökkviliðs í gær. Það er mikilvægt að þetta verði sérstaklega rýnt hér á höfuðborgarsvæðinu. Brotalöm virðist vera í kerfinu þegar kemur að umboði eftirlitsaðila til að fylgjast með öryggi og aðbúnaði í almennu leiguhúsnæði. Einnig virðist skorta á heimildir til að bregðast við þegar um óásættanlegar aðstæður er að ræða. Vonandi verður úttektin til þess að hægt verði að bæta úr þessum vanköntum. Svona lagað má aldrei gerast aftur.

Til að geta brugðist rétt við og sporna við að svona harmleikur endurtaki sig höfum við kallað eftir gögnum og upplýsingum um málið. Við verðum öll að leggjast á eitt til að velta við hverjum steini og komast til botns í þessu. Hvað hefði verið hægt að gera öðruvísi? Hvernig getum við betur tryggt öryggi fólks? Hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir kerfislegt misrétti þar sem úrræðalausum og valdalausum einstaklingum er hópað saman í ófullnægjandi og hættulegt húsnæði þar sem aðstæður eru jafnvel heilsuspillandi? Við ætlum að gera það sem í okkar valdi stendur til að tryggja mannréttindi og aðbúnað verkafólks óháð uppruna og fögnum orðum félagsmálaráðherra um úrbætur í málaflokknum. Þeim þarf að fylgja eftir af krafti.

Virðingarfyllst f.h. Pírata

Dóra Björt Guðjónsdóttir

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....