Samþykkt! Úttekt á Vegagerðinni

Alþingi samþykkti í gær að fela ríkisendurskoðanda að gera úttekt á starfsemi Vegagerðarinnar. Sara Elísa Þórðardóttir, þingmaður Pírata, fór fram á úttektina sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Ríkisendurskoðandi mun því ráðast í fjárhags- og stjórnsýsluúttekt á Vegagerðinni og skila skýrslu að þeirri vinnu lokinni. Í beiðninni sem samþykkt var í gær eru tilgreindir nokkrir þættir sem lagt er til að fjallað verði sérstaklega um í skýrslunni:

*Í fyrsta lagi að metnir verði þættir sem snúa að stjórnsýslu og stjórnun Vegagerðarinnar.

*Í öðru lagi þættir sem varða meðferð almannafjár og ráðstöfun til vegaframkvæmda.

*Í þriðja lagi þættir sem varða öryggi vegfarenda á þjóðvegum landsins og eftirlit með vegaframkvæmdum.

Sara Elísa segist þakklát fyrir stuðning þingheims við skýrslubeiðnina. Úttekt sem þessi hafi líklega sjaldan verið mikilvægari.

„Í fyrra komu upp nokkur tilvik þar sem slys og tjón urðu í kjölfar vegaframkvæmda, á sama tíma og miklu fé hefur verið varið í samgönguframkvæmdir í tengslum við fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar í faraldrinum. Líklega hefur því aldrei verið jafn rík þörf og nú til að hafa eftirlit með starfsemi og skilvirkni Vegagerðarinnar,“

segir Sara Elísa.

Skýrslubeiðnina má nálgast hér.

Tenglar/SkjölSkýrslubeiðni

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so...

6 ára Pírati… á aðalfundi Pírata.

Ég átti satt best að segja ekki von á því að vera vasast í...