Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla við embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna kosninga til sveitarstjórna sem fram fara 26. maí 2018 fer eingöngu fram í verslunarmiðstöðinni Smáralind í Kópavogi á 2. hæð vesturenda frá og með föstudeginum 11. maí 2018. Þar verður opið alla daga milli kl. 10:00 og 22:00.

Lokað verður uppstigningardag 10. maí 2018.

Lokað verður hvítasunnudag 20. maí 2018.

Á kjördag laugardaginn 26. maí verður opið milli kl. 10:00 og 17:00 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu getur eingöngu sent atkvæðisbréf kjósanda sem ekki er með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu með pósti í sveitarstjórnarkosningum. Sýslumaður hvetur þá kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins að koma í fyrra lagi að kjósa ef þeir ætla að kjósa utan kjörfundar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. fyrir hvítasunnu. Að öðrum kosti er hætta á að atkvæðið berist yfirkjörstjórn í viðkomandi sveitarfélagi of seint. Sýslumaður hefur ekki tök á að koma atkvæðum til þeirra 68 yfirkjörstjórna sem eru utan höfuðborgarsvæðisins fyrir lok kjördags ef kjósandi kemur of nálægt kjördegi að kjósa. Ætla má að það geti tekið allt að fjórum dögum að koma atkvæðisbréfi út á land með pósti og póstburður fer almennt ekki fram á laugardegi. Í þeim tilvikum sem kjósandi sem býr utan höfuðborgarsvæðisins getur sjálfur komið atkvæði sínu til yfirkjörstjórnar fyrir lok kjördags er ekkert því til fyrirstöðu að koma er nær dregur kjördegi. Vakin er athygli á 2. mgr. 65. gr. laga um kosningar til Alþingis sem á einnig við um kosningar til sveitarstjórna. Þar kemur fram að kjósandi sem ekki er á kjörskrá í umdæmi viðkomandi sýslumanns, hér Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, skuli sjálfur annast og kosta sendingu atkvæðisbréfs síns. Kjörstjóra er þó skylt, ef kjósandi óskar þess að koma bréfinu í póst.

Kjósendur sem eru með lögheimili í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Kjósarhreppi, geta komið hvenær sem er að kjósa utan kjörfundar fram að kjördegi. Atkvæði þeirra fer í kjörkassa viðkomandi sveitarfélags.

Tímasetningar vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna kosninga til sveitarstjórna 26. maí 2018 á sjúkrahúsum, fangelsi og dvalarheimilum aldraðra.

Skjól við Kleppsveg, Reykjavík

Mánudaginn 14. maí, kl. 14:00-16:30.

Hjúkrunarheimilið Sóltún, Reykjavík

Mánudaginn 14. maí, kl. 15:00-18:00.

Landspítalinn Háskólasjúkrahús Landakot, Reykjavík

Mánudaginn 14. maí, kl. 15:00-18:00.

Hjúkrunarheimilið Hamrar, Mosfellsbæ

Þriðjudaginn 15. maí, kl. 15:00-16:00.

Droplaugarstaðir, Reykjavík

Þriðjudaginn 15. maí, kl. 15:00-16:30.

Skógarbær, Reykjavík

Þriðjudaginn 15. maí, kl. 15:30-17:00.

Kleppsspítali, Reykjavík

Miðvikudaginn 16. maí, kl. 15:00-16:00.

Seljahlíð, Reykjavík

Miðvikudaginn 16. maí, kl. 15:00-18:00.  

Hrafnista (Boðaþing), Kópavogi

Miðvikudaginn 16. maí, kl. 15:30-17:00.

Hjúkrunarheimilið Ísafold, Garðabæ

Fimmtudaginn 17. maí, kl. 13:00-15:00

Landspítalinn Vífilsstöðum, Garðabæ

Fimmtudaginn 17. maí kl. 15:30-16:30.

Sunnuhlíð, Kópavogi,

Fimmtudaginn 17. maí, kl. 15:00-17:00.

Eir við Hlíðarhús í Grafarvogi, Reykjavík

Föstudaginn 18. maí, kl. 13:00-16:00.  

Sólvangur, Hafnarfirði

Föstudaginn 18. maí, kl. 14:30-16:00

Hrafnista Hafnarfirði

Föstudaginn 18. maí, kl. 13:30- 17:30

Hrafnista Reykjavík,

Laugardaginn 19. maí, kl. 11:00-15:00.

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund, Reykjavík

Laugardaginn 19. maí, kl. 11:00-15:00.

Mörkin, Reykjavík

Laugardaginn 19. maí, kl. 11:00-14:00.

Fangelsið á Hólmsheiði

Mánudaginn 21. maí, kl. 11-12:30.

Vík, Kjalarnesi, Reykjavík

Mánudaginn 21. maí, kl. 11:30-14:30.

Hlaðgerðarkot, Mosfellsbæ

Mánudaginn 21. maí, kl. 15:30-17:00.

Landspítalinn Grensásdeild, Reykjavík

Mánudaginn 21. maí.,  kl. 16:30 -18:00.

Landspítalinn Háskólasjúkrahús Fossvogi, Reykjavík

Fimmtudaginn 24. maí, kl. 13:00-16:00.

Líknardeildin í Kópavogi

Föstudaginn 25. maí, kl. 15:30-17:00

Landspítalinn Háskólasjúkrahús Hringbraut, Reykjavík

Föstudaginn 25. maí, kl. 14:00-17:00.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....