Úrslit rafrænna kosninga

Valgerður Árnadóttir, Halldór Auðar Svansson, Unnar Þór Sæmundsson og Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir voru rétt í þessu kjörin inn í framkvæmdaráð Pírata. Kosið var rafrænt í kosningakerfi Pírata, x.piratar.is.

Eva Pandora Baldursdóttir og Halldór Arason voru kjörin skoðunarmenn reikninga.

Sunna Rós Víðisdóttir, Elsa Kristjánsdóttir og Björn Þór Jóhannesson voru kjörnir aðalmenn í úrskurðarnefnd og Gunnar Ingiberg Guðmundsson og Einar Hrafn Árnason sem varamenn.

Fyrr í dag voru Steinar Guðlaugsson og Pétur Óli Þorvaldsson slembivaldir inn í framkvæmdaráð og aðalfundur Pírata kaus Reber Abdi Muhamed inn í framkvæmdaráð sem áheyrnarfulltrúa.

Alls sitja tíu manns í framkvæmdaráði, fjórir eru kjörnir inn í ráðið á aðalfundi hvert ár og sitja í tvö ár. Slembivalið er í tvö sæti í ráðinu.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....