Píratar XP

Úrslit rafrænna kosninga

Valgerður Árnadóttir, Halldór Auðar Svansson, Unnar Þór Sæmundsson og Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir voru rétt í þessu kjörin inn í framkvæmdaráð Pírata. Kosið var rafrænt í kosningakerfi Pírata, x.piratar.is.

Eva Pandora Baldursdóttir og Halldór Arason voru kjörin skoðunarmenn reikninga.

Sunna Rós Víðisdóttir, Elsa Kristjánsdóttir og Björn Þór Jóhannesson voru kjörnir aðalmenn í úrskurðarnefnd og Gunnar Ingiberg Guðmundsson og Einar Hrafn Árnason sem varamenn.

Fyrr í dag voru Steinar Guðlaugsson og Pétur Óli Þorvaldsson slembivaldir inn í framkvæmdaráð og aðalfundur Pírata kaus Reber Abdi Muhamed inn í framkvæmdaráð sem áheyrnarfulltrúa.

Alls sitja tíu manns í framkvæmdaráði, fjórir eru kjörnir inn í ráðið á aðalfundi hvert ár og sitja í tvö ár. Slembivalið er í tvö sæti í ráðinu.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X