Úrslit kosninga á aðalfundi Pírata 2017

Eftir hádegið var kjör í ráð og nefndir á dagskrá en kosning var opin í kosningakerfi Pírata fram eftir degi, eða til kl 15.30.

Að loknu matarhléi fór Kristján Gunnarsson, annar framkvæmdastjóra flokksins, yfir skýrslu um starfsemina. Blés hann síðan til sóknar í komandi sveitarstjórnakosningum og hvatti til áframhaldandi öflugs starfs.

Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir, fyrrum formaður framkvæmdaráðs, fór yfir starfsemi ráðsins undanfarið ár og vék að því að samkennd hafi aukist. Greinilegt er að stefnur og skoðanir hefðu slípast til með tímanum. Flutti hún þakkir til félaga, fyrra starfsfólks, ekki síst Sigríðar Bylgju fyrrum framkvæmdastjóra fyrir framlag hennar til starfseminnar, sem væri ómetanlegt. Hún vék að mikilvægi samtals milli grasrótarinnar og þeirra sem starfa á vegum flokksins til að stuðla að samkennd og auknu upplýsingaflæði. Ýmislegt annað bar á góma s.s. opið bókhald, alþjóðasamstarf/-tengsl o.s.frv. Endaði hún síðan á að ítreka þakklæti framkvæmdaráðs til þeirra sem lagt hafa hönd á plóginn.

Næst var fyrirspurnartími þar sem þeir sem haldið hafa erindi voru spurðir spjörunum úr um hvað hefði komið þeim mest á óvart, Meðal annars var komið inn á væntingar um árangur og hvernig halda mætti drifkraftinum lifandi. Athygli vakti hve svörin voru skemmtileg og fjölbreytt.

Einar Brynjólfsson sagði um það hvort Píratanafnið væri heppilegt:

Það er miklu betra að vera flokkur sem ástundar ekki skipulagða glæpastarfsemi þó einhverjir reyna að kenna hann við slíkt, heldur en að vera flokkur sem lýsir sjálfum sér sem hvítþvegnum en ástundar skipulagða glæpastarfsemi.

Í framhaldi af því að lokað var fyrir kosningu var fyrrum fulltrúum framkvæmdaráðs þökkuð ómetanleg störf í þágu flokksins og nýtt framkvæmdaráð tilkynnt, ásamt úrskurðarnefnd, kjörstjórn og skoðunarmanna reikninga.

Í nýtt framkvæmdaráð voru 10 fulltrúar kjörnir, þau:

Ásmundur Alma Guðjónsson     2 ár

Bergþór H. Þórðarson                 2 ár

Elsa Kristjánsdóttir                      1 ár

Guðrún Ágústa Þórdísardóttir  2 ár

Oktavía Hrund Jónsdóttir         1 ár

Rannveig Ernudóttir                   1 ár

Sindri Viborg                                2 ár

Snæbjörn Brynjarsson               1 ár

Nói Kristinsson                           2 ár

Albert Svan Sigurðsson              1 ár

 

Í kjörstjórn (3):

Elsa Ísfold Arnórsdóttir

Björn Þór Jóhannesson

Sunna Rós Víðisdóttir

 

Skoðunarmenn reikninga (2):

Elsa Alexandersdóttir

Jason Steinþórsson

 

Í úrskurðarnefnd:

Aðalmenn (3):

Gissur Gunnarsson

Lárus Vilhjálmsson

Dóra Björt Guðjónsdóttir

Varamenn (2):

Egill Harðarson

Júlíus Blómkvist

 

Píratar óska þeim sem hlutu kosningu til hamingju, en samkvæmt nýjum lögum um framkvæmdaráð sitja meðlimir ýmist í eitt eða tvö starfsár.

Jón Þór Ólafsson kynnti Grasrótarann (forrit fyrir sjálfboðaliðastarf flokksins) og svaraði fyrirspurnum því tengt.

Kristján kynnti fjárstuðningsleiðir og veflausn til að halda utan um það. Fyrir þá sem vilja styrkja starfið er hægt að velja hlekkinn “Styrkja” á heimasíðu flokksins og styrkja flokkinn þar annað hvort með mánaðarlegum greiðslum í áskrift eða eingreiðslu.

Um kl. 16.45 var fundi frestað til morguns.