Vegna tillagna um störf Stjórnarskrárnefndar
Frá, Herberti Snorrasyni, sent 24. janúar 2016 undir yfirskriftinni „Vegna tillagna um störf Stjórnarskrárnefndar“
Spurt er um hvort að kosning um tillögur númer 199 og 200 í kosningarkerfi Pírata geti talist hafa bindandi áhrif, á grundvelli þess að þar sé ekki um að ræða tillögur að stefnu í
þeim skilningi sem lög Pírata vísa til þar sem félagsfundi er heimilað
að vísa tillögu að stefnu til kosninga, samkvæmt grein 6.7 í lögum Pírata.
Félagsfundur þarf að samþykkja tillögu að stefnu í rafræna kosningagerfið. Sé mál sett í kosningakerfið án þess að uppfylla ákvæði laga Pírata um stefnumótun getur slík ákvörðun ekki verið talin samþykkt stefna, smbr. grein 6.7 í lögum Pírata. Þetta þarf að hafa í huga m.t.t. ályktunar nr. 1 í máli 199.
Úrskurðarorð
Nefndin úrskurðar, að því gefnu að lögbundnu stefnumótunarferli Pírata hafi verið fylgt, smbr. mgr. 6.7, við mál 199 og 200, að báðar tillögurnar, séu þær samþykktar í rafræna kosningakerfinu, skuli teljast samþykktar stefnur Pírata.